Fyrirtækin losa um budduna 25. júní 2004 00:01 Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér. Fréttir Tækni Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér.
Fréttir Tækni Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira