
Innlent
Fylgi Ólafs 70% í Suðurkjördæmi

Í Reykjavíkurkjördæmi suður hafa 18.395 atkvæði verið talin. Þau skiptast þannig að Ástþór Magnússon er með 341 eða 1,85 %, Baldur Ágústsson er með 1.724 atkvæði eða 9,37 % og Ólafur Ragnar Grímssson 11.726 atkvæði eða 63,75 %. Auðir seðlar eru 4.604 eða 25,03 %. Í Suðurkjördæmi hafa 5.356 atkvæði verið talin. Þau skiptast þannig að Ástþór Magnússon er með 77 eða 1,5 %, Baldur Ágústsson er með 592 atkvæði eða 11,0 % og Ólafur Ragnar Grímssson 3.777 atkvæði eða 70,5 %. Auðir seðlar eru 876 eða 16,3 % og ógildir seðlar 34. Samkvæmt þessu er fylgi Ólafs Ragnars 65,4%, Baldurs Ágústssonar 9,7% og Ástþórs Magnússonar 1,6%. Auðir seðlar eru eru 23,3%. Ef aðeins er tekið mið af gildum atkvæðum er fylgi Ólafs Ragnars 85,4%, Ástþórs Magnússonar 2,0% og Baldurs Ágústssonar 12,6%.