Vilji þjóðarinnar er æðri 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun