Réttast að afnema lögin 2. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forystumenn stjórnarflokkanna hljóta að velta því fyrir sér hvort ekki sé farsælast að leggja fram frumvarp um afnám fjölmiðlalaganna þegar Alþingi kemur saman á mánudaginn. Í greinargerð þess frumvarps gæti komið fram að setning laganna í vor hefði skapað svo mikla úlfúð í samfélaginu að eðlilegast væri að Alþingi efndi til víðtækara samráðs hagsmunaaðila um endurskoðun lagaumhverfis fjölmiðla.Fylgjendur laganna frá í vor hafa haldið því fram að meiri samstaða væri um efnisatriði þess en merkja mætti af umræðunni eða í afstöðu almennings samkvæmt skoðanakönnunum. Ef sú er raunin er augljóst að ríkisstjórnin hefur klúðrað ágætu máli með afleitum málatilbúnaði. Það væri því skárri kostur fyrir ráðherrana að bæta málatilbúnaðinn en fórna efnisatriðum frumvarpsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem án efa mun ekki síður snúast um málatilbúnað ríkisstjórnarinnar en efni frumvarpsins.Ég er reyndar sannfærður um að þetta sé rangt mat hjá fylgjendum frumvarpsins. Ég held að andstaða fólks við frumvarpið sé vel upplýst afstaða. Hún byggir á augljósum tilgangi laganna; að koma höggi á útgáfufélag Fréttablaðsins og DV og Íslenska útvarpsfélagið. Það hefur komið fram að sjálfstæðismenn ákváðu það snemma á þessu ári að greiða Norðurljósum eins þungt högg og framast var unnt. Þeir óttuðust um fylgi flokksins í komandi kosningum ef þeim tækist ekki að ná flestum fjölmiðlum landsins undir sín áhrif. Af þessum sökum miðaðist málflutningur stjórnarliða lengst af við efnistök miðla Norðurljósa. Þeir bentu á efni sem þeir töldu að kæmi sér illa, sögðu að miðlarnir birtu aðeins efni sem runnið væri undan rifjum eigenda sinna og drógu þá ályktun að eigendurnir héldu úti þessum miðlum til að birta efni sem kæmi ráðherrunum illa. Síðan bættu þeir við yfirlýsingum um að þetta yrði að stöðva.Þótt fjölmiðlanefnd fulltrúa stjórnarflokkanna hafi dregið upp mynd af lagaumhverfi nágrannalandanna og fleytt á samþykktum Evrópuráðsins lagði hún ekki til að lagt yrði fram það frumvarp sem ríkisstjórnin á endanum kom sér saman um. Enn síður lagði nefndin til að dagblaðsútgáfa yrði gerð leyfisskyld, eins og Davíð Oddsson hafði sett inn í upphafleg frumvarpsdrög sín. Nefnd fulltrúa stjórnarflokkanna bauð upp á ýmsa kosti en virtist helst hallast að eflingu Ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin valdi hins vegar aðeins þau atriði úr tillögum nefndarmanna sem komu Norðurljósum illa. Tilgangur þessarar lagasetningar var þannig augljós.Stjórnarliðar sóttu þær upplýsingar í samantekt fjölmiðlanefndarinnar um íslenskan fjölmiðlamarkað sem gerði hlut Norðurljósa sem stærstan. Til dæmis lögðu þeir plötuútgáfu og -sölu Skífunnar við annan fjölmiðlarekstur og fengu út að velta Norðurljósa væri tvöföld á við veltu Ríkisútvarpsins og Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Samkvæmt þessum mælikvarða eru Norðurljós nú eftir sölu Skífunnar aðeins eitt af fjórum tiltölulega jafn stórum fyrirtækjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði, þar sem einnig eru mörg smærri en ágætlega stöndug fyrirtæki. Hvað er þá sérstætt við stöðu þessa fyrirtækis sem kallar á sérstaka lagasetningu?Til að vinna fjölmiðlalögunum fylgi þurfa stjórnarliðar því að sannfæra almenning um að það sé hættulegt íslensku samfélagi ef flestir eða allir fjölmiðlar landsins eru ekki vilhallir núverandi ríkisstjórn -- og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum. Þótt nokkir sjálfstæðismenn trúi þessu efast ég um að ráðherrarnir nái nokkru sinni að vinna þessari skoðun nægjanlegt fylgi. Af þeim sökum væri réttast af þeim að sætta sig við stöðuna og ógilda fjölmiðlalögin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forystumenn stjórnarflokkanna hljóta að velta því fyrir sér hvort ekki sé farsælast að leggja fram frumvarp um afnám fjölmiðlalaganna þegar Alþingi kemur saman á mánudaginn. Í greinargerð þess frumvarps gæti komið fram að setning laganna í vor hefði skapað svo mikla úlfúð í samfélaginu að eðlilegast væri að Alþingi efndi til víðtækara samráðs hagsmunaaðila um endurskoðun lagaumhverfis fjölmiðla.Fylgjendur laganna frá í vor hafa haldið því fram að meiri samstaða væri um efnisatriði þess en merkja mætti af umræðunni eða í afstöðu almennings samkvæmt skoðanakönnunum. Ef sú er raunin er augljóst að ríkisstjórnin hefur klúðrað ágætu máli með afleitum málatilbúnaði. Það væri því skárri kostur fyrir ráðherrana að bæta málatilbúnaðinn en fórna efnisatriðum frumvarpsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem án efa mun ekki síður snúast um málatilbúnað ríkisstjórnarinnar en efni frumvarpsins.Ég er reyndar sannfærður um að þetta sé rangt mat hjá fylgjendum frumvarpsins. Ég held að andstaða fólks við frumvarpið sé vel upplýst afstaða. Hún byggir á augljósum tilgangi laganna; að koma höggi á útgáfufélag Fréttablaðsins og DV og Íslenska útvarpsfélagið. Það hefur komið fram að sjálfstæðismenn ákváðu það snemma á þessu ári að greiða Norðurljósum eins þungt högg og framast var unnt. Þeir óttuðust um fylgi flokksins í komandi kosningum ef þeim tækist ekki að ná flestum fjölmiðlum landsins undir sín áhrif. Af þessum sökum miðaðist málflutningur stjórnarliða lengst af við efnistök miðla Norðurljósa. Þeir bentu á efni sem þeir töldu að kæmi sér illa, sögðu að miðlarnir birtu aðeins efni sem runnið væri undan rifjum eigenda sinna og drógu þá ályktun að eigendurnir héldu úti þessum miðlum til að birta efni sem kæmi ráðherrunum illa. Síðan bættu þeir við yfirlýsingum um að þetta yrði að stöðva.Þótt fjölmiðlanefnd fulltrúa stjórnarflokkanna hafi dregið upp mynd af lagaumhverfi nágrannalandanna og fleytt á samþykktum Evrópuráðsins lagði hún ekki til að lagt yrði fram það frumvarp sem ríkisstjórnin á endanum kom sér saman um. Enn síður lagði nefndin til að dagblaðsútgáfa yrði gerð leyfisskyld, eins og Davíð Oddsson hafði sett inn í upphafleg frumvarpsdrög sín. Nefnd fulltrúa stjórnarflokkanna bauð upp á ýmsa kosti en virtist helst hallast að eflingu Ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin valdi hins vegar aðeins þau atriði úr tillögum nefndarmanna sem komu Norðurljósum illa. Tilgangur þessarar lagasetningar var þannig augljós.Stjórnarliðar sóttu þær upplýsingar í samantekt fjölmiðlanefndarinnar um íslenskan fjölmiðlamarkað sem gerði hlut Norðurljósa sem stærstan. Til dæmis lögðu þeir plötuútgáfu og -sölu Skífunnar við annan fjölmiðlarekstur og fengu út að velta Norðurljósa væri tvöföld á við veltu Ríkisútvarpsins og Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Samkvæmt þessum mælikvarða eru Norðurljós nú eftir sölu Skífunnar aðeins eitt af fjórum tiltölulega jafn stórum fyrirtækjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði, þar sem einnig eru mörg smærri en ágætlega stöndug fyrirtæki. Hvað er þá sérstætt við stöðu þessa fyrirtækis sem kallar á sérstaka lagasetningu?Til að vinna fjölmiðlalögunum fylgi þurfa stjórnarliðar því að sannfæra almenning um að það sé hættulegt íslensku samfélagi ef flestir eða allir fjölmiðlar landsins eru ekki vilhallir núverandi ríkisstjórn -- og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum. Þótt nokkir sjálfstæðismenn trúi þessu efast ég um að ráðherrarnir nái nokkru sinni að vinna þessari skoðun nægjanlegt fylgi. Af þeim sökum væri réttast af þeim að sætta sig við stöðuna og ógilda fjölmiðlalögin.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun