David, Figo og forseti Íslands Dagur B. Eggertsson skrifar 2. júlí 2004 00:01 Úrslit kosninga - Dagur B. Eggertsson. Ég veit ekki hvort lesendur Fréttablaðsins hafi lent í því að útskýra íslensk stjórnmál eða úrslit forsetakosninganna fyrir erlendum vinum sínum. You see, forsetinn var kjörinn með 67% greiddra atkvæða. Yes, yes, það eru 85% gildra atkvæða. Great victory? No, no, this var augljóslega algjör ósigur. „A great deep canyon between the president and the people.“Þeir útlendingar sem eru ekki þegar búnir að missa þráðinn eða andlitið eru venjulega fólk sem er hér á landi af sérstökum áhuga á litlum einangruðum ættbálkasamfélögum.Hvernig er hægt að lýsa ástandinu? Valdamenn virðast lifa í örlitlu þorpi sem á í stríði upp á líf og dauða. Fátt er gagnlegra til að sameina ættbálka að baki vafasömum málstað en sameiginlegur óvinur. Allir eru svo dregnir í dilka hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Hér verður oftast að taka dæmi til að útlendingar skilji.) Well, Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson (a professor of politics appointed by a right wing minister against the will of the University) vill meina að nýkjörinn forseti sé bara forseti vinstri manna.Nú má reyndar vera að Hannesi hafi tekist að fjölga vinstri mönnum í 67% þjóðarinnar með málflutningi sínum. Ég held þó að stjórnmálaskýringar hans verði seint taldar hæfar til að bjóða þær gestum.Samlíking úr fótboltanum er líklega nærtækari. Look, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson er Figo íslenskra þjóðmála. Líkt og hin fornfræga stjarna portúgalska liðsins voru ýmsir sem töldu forsetann ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum í fyrirliðastöðu sinni fyrr í vetur. Vendipunktur beggja var þegar þeim var skipt út af. Figo í átta liða úrslitum og forsetanum á heimastjórnarafmælinu. Í knattspyrnunni er aðeins ein leið til að bregðast við. Figo bar af öllum öðrum í næsta leik. Yfirburða yfirsýn, snerpa og kjarkur gerðu hann að óskoraðri þjóðhetju á ný.Forseti Íslands gekk vasklega fram og setti klíkuvaldi skorður með því að vísa fjölmiðlamálinu í þjóðaratkvæði. Meðal annars þess vegna hlaut hann góðan stuðning í forsetakosningunum. Það hafði tilgang að kjósa hann. Fjölmiðlamálið kallaði þó einnig fram andstöðu. Einu mistök forsetans voru þau að viðurkenna hana ekki sem eðlilegan hlut. Fyrir átta árum hefði líklega allt að 40% þjóðarinnar skilað auðu ef Ólafur Ragnar hefði boðið sig fram í briddsklúbb, foreldrafélag eða hvað sem er.Umræðan um úrslit kosninganna á því miður fleira líkt með Evrópukeppninni. Flestar hefðbundnar stjörnur umræðunnar hafa valdið vonbrigðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að taka undir með Kolbrúnu Bergþórsdóttur og segja að David Beckam stjórnmálanna geri best þegar hann þegir. En jafnvel David ætti að vanda tilhlaupin. Honum hættir orðið til að skjóta yfir markið. Og það hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Úrslit kosninga - Dagur B. Eggertsson. Ég veit ekki hvort lesendur Fréttablaðsins hafi lent í því að útskýra íslensk stjórnmál eða úrslit forsetakosninganna fyrir erlendum vinum sínum. You see, forsetinn var kjörinn með 67% greiddra atkvæða. Yes, yes, það eru 85% gildra atkvæða. Great victory? No, no, this var augljóslega algjör ósigur. „A great deep canyon between the president and the people.“Þeir útlendingar sem eru ekki þegar búnir að missa þráðinn eða andlitið eru venjulega fólk sem er hér á landi af sérstökum áhuga á litlum einangruðum ættbálkasamfélögum.Hvernig er hægt að lýsa ástandinu? Valdamenn virðast lifa í örlitlu þorpi sem á í stríði upp á líf og dauða. Fátt er gagnlegra til að sameina ættbálka að baki vafasömum málstað en sameiginlegur óvinur. Allir eru svo dregnir í dilka hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Hér verður oftast að taka dæmi til að útlendingar skilji.) Well, Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson (a professor of politics appointed by a right wing minister against the will of the University) vill meina að nýkjörinn forseti sé bara forseti vinstri manna.Nú má reyndar vera að Hannesi hafi tekist að fjölga vinstri mönnum í 67% þjóðarinnar með málflutningi sínum. Ég held þó að stjórnmálaskýringar hans verði seint taldar hæfar til að bjóða þær gestum.Samlíking úr fótboltanum er líklega nærtækari. Look, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson er Figo íslenskra þjóðmála. Líkt og hin fornfræga stjarna portúgalska liðsins voru ýmsir sem töldu forsetann ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum í fyrirliðastöðu sinni fyrr í vetur. Vendipunktur beggja var þegar þeim var skipt út af. Figo í átta liða úrslitum og forsetanum á heimastjórnarafmælinu. Í knattspyrnunni er aðeins ein leið til að bregðast við. Figo bar af öllum öðrum í næsta leik. Yfirburða yfirsýn, snerpa og kjarkur gerðu hann að óskoraðri þjóðhetju á ný.Forseti Íslands gekk vasklega fram og setti klíkuvaldi skorður með því að vísa fjölmiðlamálinu í þjóðaratkvæði. Meðal annars þess vegna hlaut hann góðan stuðning í forsetakosningunum. Það hafði tilgang að kjósa hann. Fjölmiðlamálið kallaði þó einnig fram andstöðu. Einu mistök forsetans voru þau að viðurkenna hana ekki sem eðlilegan hlut. Fyrir átta árum hefði líklega allt að 40% þjóðarinnar skilað auðu ef Ólafur Ragnar hefði boðið sig fram í briddsklúbb, foreldrafélag eða hvað sem er.Umræðan um úrslit kosninganna á því miður fleira líkt með Evrópukeppninni. Flestar hefðbundnar stjörnur umræðunnar hafa valdið vonbrigðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að taka undir með Kolbrúnu Bergþórsdóttur og segja að David Beckam stjórnmálanna geri best þegar hann þegir. En jafnvel David ætti að vanda tilhlaupin. Honum hættir orðið til að skjóta yfir markið. Og það hátt.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar