Þjóðin er þinginu æðri 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun