Tröllin sem stálu kosningunum Össur Skarphéðinsson skrifar 8. júlí 2004 00:01 Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri.
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar