Tæpar 30 milljónir á átta árum 8. júlí 2004 00:01 Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira