Ætla þeir nú gegn eigin hugmyndum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 11. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlalögin - Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Umræður um fjölmiðlamálin sl. fimmtudag á Alþingi hafa leitt í ljós ótrúlega stöðu stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega þingmanna Vinstri grænna. Það er ljóst mál að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar í þinginu er algjörlega í samræmi við málflutning Vinstri grænna og að hluta til Frjálslyndra. Samt sem áður rjúka þeir upp til handa og fóta og boða hörku andstöðu við málið. Því blasir við að málaflutningur þeirra styðst ekki við efnislega andstöðu. Það er eitthvað allt annað sem veldur afstöðu þeirra hér og nú. Þeir lögðu þetta sjálfir til. Það var stjórnarandstaðan sem kepptist við það að krefjast þess að fjölmiðlalöggjöfin yrði numin úr gildi og hafist yrði handa við nýja lagasetningu. Þetta kom meðal annars fram í fréttum Bylgjunnar á miðvikudaginn í síðustu viku. Þremur fjórum dögum áður en ríkisstjórnin lagði það til. Vakti ég meðal annars athygli á þessu í ræðu minni á Alþingi miðvikudaginn 7. júlí sl. Þar vitnaði ég í frétt Bylgjunnar þar sem sagði meðal annars: "Sá möguleiki er fyrir hendi að ríkisstjórnin afturkalli fjölmiðlalögin, og geri þannig þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Stjórnarandstaðan segir að ef svo fari, sé hún reiðubúin til samstarfs um að semja nýtt frumvarp". Og í frekari frásögn Bylgjunnar af þessu máli er enn vikið að þeim möguleika að fella burtu löggjöfina og hefjast handa við nýja lagasmíð - sem myndi þar með gera þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Vitnar útvarpsstöðin í Ögmund Jónasson, þingflokksformann Vinstri grænna, með eftirfarandi hætti: "Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að stjórnarandstaðan myndi fagna því. Þetta yrði til þess að kveða niður illvígar deilur í þjóðfélaginu auk þess sem góðri niðurstöðu væri náð í málinu. Eina vitið sé því að draga lögin til baka og nema þau úr gildi. Þá þyrfti að setjast yfir málið frá grunni og semja nýja löggjöf. " Þetta er nákvæmlega það sem verið er að gera. Lagt er fram frumvarp um afnám gildandi laga og um leið samin ný löggjöf. Slíkt mál er nú í höndum Alþingis. Það er Alþingi sem nú situr yfir málinu til þess að semja nýja löggjöf. Til upprifjunar má líka minna á grein Sigurðar Líndal, fyrrv. lagaprófessors, hér í þessu blaði, þann 2. júní sl. en hann hefur verið mjög kallaður til vitnis í þessari miklu umræðu um fjölmiðlalöggjöfina. Þar hvetur hann eindregið til þess að lögin séu afnumin og færir fyrir því afar athyglisverð rök. Stóryrðin sem stjórnarandstæðingar hafa nú um frumvarp ríkisstjórnarinnar eru því augljóslega bein árás prófessorinn. Það vakti líka athygli í þinginu sl. fimmtudag, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kaus þögnina - aldrei þessu vant - þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Sigurður Kári Kristjánsson og Ásta Möller, rifjuðu upp ummæli hans úr umræðum í Alþingi fyrr í vor. Það er ástæða til þess að endurbirta ummælin orðrétt og í heild, svo lesendur sjái skoðanir formanns Vinstri grænna, a.m.k. eins og þær birtust okkur úr ræðustóli Alþingis þann 3. maí sl: "Þarna er spurning um hvort setja mætti þak sem miðaðist við tiltölulega lága prósentu, hvort það væri ekki sanngjarnara og raunhæfara. Hið sama gildir um að fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa sem tengist starfsemi á sviði ljósvakamiðla megi ekki eiga eina einustu krónu í útgefanda dagblaðs. Er ástæða til þess að ganga svo langt, jafnvel með fullri virðingu fyrir því sem var alveg gilt sjónarmið að skoða, að halda dreifðri eignaraðild? Hvað með að nota þar ákvæði laga um fjármálastofnanir, að þar séu mörkin dregin við virkan eignarhlut. Það mætti þess vegna nota sömu skilgreiningu og þar er, með leyfi forseta, þ.e. að "með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi" fyrirtæki. Með öðrum orðum, mætti ljósvakafyrirtæki aldrei hafa veruleg áhrif á stjórnun hins fyrirtækisins, enda undir 10% þaki. Og síðar í ræðunni segir um gildistíma leyfa ljósvakamiðlanna: "Að síðustu vil ég segja, herra forseti, um gildistökuákvæði frumvarpsins, að þau tel ég alls ekki ganga eins og þau eru úr garði gerð. Mér finnst lágmark að þegar útgefin útvarpsleyfi haldi gildi sínu og lagaskilin séu með þeim hætti að menn hafi hið minnsta tveggja til þriggja ára aðlögunartíma óháð þeim leyfum sem þeir hafa í höndunum en til viðbótar gildi öll þegar útgefin útvarpsleyfi þar til þau renna úr gildi og þarf að endurnýja þau, þá á grundvelli hinna nýju reglna". Þetta er einkar athyglisvert vegna þess að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarflokkanna gefur markaðsráðandi fyrirtækjum færi á að eiga 10 prósent í ljósvakamiðlum og einnig að gildistaka laganna verði fyrst á haustmánuðum 2007. Það er heldur rýmri tími en formaður VG lagði í raun til, er hann vakti athygli á að gildistími útvarpsleyfa Stöðvar 2 sé fram í ágúst 2007. Það er því alveg ljóst að sé frumvarpið borið saman við málflutning þessara tveggja forystumanna Vinstri grænna þá er ómögulegt annað en að álykta að þeir séu því sammála. Andstaða þeirra við hið nýja stjórnarfrumvarp um fjölmiðla er því ekki af efnislegum ástæðum, heldur einhverjum öðrum óútskýrðum annarlegum orsökum, sem sætir mikilli undrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlalögin - Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Umræður um fjölmiðlamálin sl. fimmtudag á Alþingi hafa leitt í ljós ótrúlega stöðu stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega þingmanna Vinstri grænna. Það er ljóst mál að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar í þinginu er algjörlega í samræmi við málflutning Vinstri grænna og að hluta til Frjálslyndra. Samt sem áður rjúka þeir upp til handa og fóta og boða hörku andstöðu við málið. Því blasir við að málaflutningur þeirra styðst ekki við efnislega andstöðu. Það er eitthvað allt annað sem veldur afstöðu þeirra hér og nú. Þeir lögðu þetta sjálfir til. Það var stjórnarandstaðan sem kepptist við það að krefjast þess að fjölmiðlalöggjöfin yrði numin úr gildi og hafist yrði handa við nýja lagasetningu. Þetta kom meðal annars fram í fréttum Bylgjunnar á miðvikudaginn í síðustu viku. Þremur fjórum dögum áður en ríkisstjórnin lagði það til. Vakti ég meðal annars athygli á þessu í ræðu minni á Alþingi miðvikudaginn 7. júlí sl. Þar vitnaði ég í frétt Bylgjunnar þar sem sagði meðal annars: "Sá möguleiki er fyrir hendi að ríkisstjórnin afturkalli fjölmiðlalögin, og geri þannig þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Stjórnarandstaðan segir að ef svo fari, sé hún reiðubúin til samstarfs um að semja nýtt frumvarp". Og í frekari frásögn Bylgjunnar af þessu máli er enn vikið að þeim möguleika að fella burtu löggjöfina og hefjast handa við nýja lagasmíð - sem myndi þar með gera þjóðaratkvæðagreiðslu óþarfa. Vitnar útvarpsstöðin í Ögmund Jónasson, þingflokksformann Vinstri grænna, með eftirfarandi hætti: "Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að stjórnarandstaðan myndi fagna því. Þetta yrði til þess að kveða niður illvígar deilur í þjóðfélaginu auk þess sem góðri niðurstöðu væri náð í málinu. Eina vitið sé því að draga lögin til baka og nema þau úr gildi. Þá þyrfti að setjast yfir málið frá grunni og semja nýja löggjöf. " Þetta er nákvæmlega það sem verið er að gera. Lagt er fram frumvarp um afnám gildandi laga og um leið samin ný löggjöf. Slíkt mál er nú í höndum Alþingis. Það er Alþingi sem nú situr yfir málinu til þess að semja nýja löggjöf. Til upprifjunar má líka minna á grein Sigurðar Líndal, fyrrv. lagaprófessors, hér í þessu blaði, þann 2. júní sl. en hann hefur verið mjög kallaður til vitnis í þessari miklu umræðu um fjölmiðlalöggjöfina. Þar hvetur hann eindregið til þess að lögin séu afnumin og færir fyrir því afar athyglisverð rök. Stóryrðin sem stjórnarandstæðingar hafa nú um frumvarp ríkisstjórnarinnar eru því augljóslega bein árás prófessorinn. Það vakti líka athygli í þinginu sl. fimmtudag, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kaus þögnina - aldrei þessu vant - þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Sigurður Kári Kristjánsson og Ásta Möller, rifjuðu upp ummæli hans úr umræðum í Alþingi fyrr í vor. Það er ástæða til þess að endurbirta ummælin orðrétt og í heild, svo lesendur sjái skoðanir formanns Vinstri grænna, a.m.k. eins og þær birtust okkur úr ræðustóli Alþingis þann 3. maí sl: "Þarna er spurning um hvort setja mætti þak sem miðaðist við tiltölulega lága prósentu, hvort það væri ekki sanngjarnara og raunhæfara. Hið sama gildir um að fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa sem tengist starfsemi á sviði ljósvakamiðla megi ekki eiga eina einustu krónu í útgefanda dagblaðs. Er ástæða til þess að ganga svo langt, jafnvel með fullri virðingu fyrir því sem var alveg gilt sjónarmið að skoða, að halda dreifðri eignaraðild? Hvað með að nota þar ákvæði laga um fjármálastofnanir, að þar séu mörkin dregin við virkan eignarhlut. Það mætti þess vegna nota sömu skilgreiningu og þar er, með leyfi forseta, þ.e. að "með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi" fyrirtæki. Með öðrum orðum, mætti ljósvakafyrirtæki aldrei hafa veruleg áhrif á stjórnun hins fyrirtækisins, enda undir 10% þaki. Og síðar í ræðunni segir um gildistíma leyfa ljósvakamiðlanna: "Að síðustu vil ég segja, herra forseti, um gildistökuákvæði frumvarpsins, að þau tel ég alls ekki ganga eins og þau eru úr garði gerð. Mér finnst lágmark að þegar útgefin útvarpsleyfi haldi gildi sínu og lagaskilin séu með þeim hætti að menn hafi hið minnsta tveggja til þriggja ára aðlögunartíma óháð þeim leyfum sem þeir hafa í höndunum en til viðbótar gildi öll þegar útgefin útvarpsleyfi þar til þau renna úr gildi og þarf að endurnýja þau, þá á grundvelli hinna nýju reglna". Þetta er einkar athyglisvert vegna þess að hið nýja frumvarp ríkisstjórnarflokkanna gefur markaðsráðandi fyrirtækjum færi á að eiga 10 prósent í ljósvakamiðlum og einnig að gildistaka laganna verði fyrst á haustmánuðum 2007. Það er heldur rýmri tími en formaður VG lagði í raun til, er hann vakti athygli á að gildistími útvarpsleyfa Stöðvar 2 sé fram í ágúst 2007. Það er því alveg ljóst að sé frumvarpið borið saman við málflutning þessara tveggja forystumanna Vinstri grænna þá er ómögulegt annað en að álykta að þeir séu því sammála. Andstaða þeirra við hið nýja stjórnarfrumvarp um fjölmiðla er því ekki af efnislegum ástæðum, heldur einhverjum öðrum óútskýrðum annarlegum orsökum, sem sætir mikilli undrun.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar