Helmingur ósáttur ef herinn færi 12. júlí 2004 00:01 Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent