Höldum því sem gott er 14. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun