Þung undiralda 14. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun