Manndómsþraut 16. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Loðvík fjórtándi var glæsilegastur Frakkakónga og sá þeirra sem ríkti lengst. Hann erfði krúnuna fimm ára gamall, tók við völdum átján ára og hélt þeim þar til hann dó 77 ára, margsaddur lífdaga. Loðvík var sigursæll í stríði og vann ný lönd undir konungdæmi sín. Hann var umbótamaður í stjórnsýslu og byggði upp skilvirkt og viðbragðsfljótt ríkisvald. Hann var höfðingi mikill og blés í brjóst landa sinna stolti og sjálfstrausti. Í hans tíð voru Frakkar forystuþjóð í Evrópu -- ekki aðeins á einu sviði heldur flestum. Enn í dag sækja Frakkar aftur til þessa tíma hugmyndir um eigið ágæti og þörf annarra þjóða fyrir leiðsögn þeirra. En þótt ferill Loðvíks hafi verið glæstur endaði hann ekki vel. Hann hélt áfram ófriði á hendur nágrönnum sínum eftir að hafa tapað hernaðarlegum yfirburðum svo á endanum skilaði hann af sér minna Frakklandi en hann hafði fengið að erfðum. Hann stöðvaði ekki sívaxandi aukningu útgjalda vegna hernaðarbrölts og annarra umsvifa ríkisins þrátt fyrir að afl atvinnulífsins minnkaði. Hann dó því frá galtómum ríkiskassa og skuldugu þjóðarbúi. Sökum íhaldsemi elliáranna og getuleysi til að leita nýrra lausna við breyttum aðstæðum skildi Loðvík við Frakkland sem suðupott. Honum tókst ekki að slá á vaxandi misrétti innan samfélagsins eða dreifa völdum og missti í raun af breytingum i pólitísku landslagi. Það má segja að franska stjórnarbyltingin hafi verið óhjákvæmileg afleiðing af þessu getuleysi Loðvíks. Jafnvel sú tíska sem hafði vaxið í skjóli hans var orðin púkó þegar hann dó; fötin sem hann gekk í hlægileg, tónlistin sem hann hlustaði á væmin og dansinn sem hann sté tilgerðarlegur. Vandi Loðvíks var ekki sá að hann hafi tekið upp breytta og verri siði. Vandinn var að hann hélt sínu striki þrátt fyrir að samfélagið breyttist og staða hans önnur. Hann stjórnaði í krafti þess sem hann hafði verið -- eða þess sem hann minnti að hefði verið -- en ekki í anda þess sem hann var. Saga Loðvíks er lík sögu margra annarra áhrifamanna í sögunni og í raun lík sögu allra sem hafa náð markmiðum sínum. Það er eins og mönnum komi það alltaf á óvart að lífið líður áfram þótt þeir séu sjálfir komnir í höfn. Það er ákaflega fátítt að mönnum takist að endurnýja viðhorf sín og aðlaga þau örum breytingum í samfélaginu þegar þeir hafa dvalið lengi á leiðarenda -- svo fátítt að það er ekki hægt að heimta það af mönnum að þeim takist það. Hitt er bæði mannlegt og eðlilegt -- í raun svo sjálfsagður hlutur að aðeins bláeygðustu bjartsýnismenn geta búist við öðru. Auðvitað rifja ég þetta upp vegna þeirrar stöðu sem Davíð Oddsson er í. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins af því að forveri hans hafði glutrað niður ríkisstjórn. Davíð tókst að skapa hér stjórnarfarslegan stöðugleika og úrskurðaði hverju sinni hvaða flokkur eða foringi var stjórntækur. Nú logar samfélagið í ófriði sem magnast við hverja tilraun Davíðs til að stilla hann. Samstarfsmenn Davíðs í ríkisstjórn eru komnir á fremsta hlunn með skilgreina hann óstjórntækan. Það er engu líkara en að jafnt sé á komið með honum og Loðvík; ævistarfið allt verði að engu gert á undraskömmum tíma. Munurinn er hins vegar sá að Loðvík dó frá öllu saman. Davíð er hins vegar enn í fullu fjöri og getur enn ráðið nokkru um hvernig mál þróast. Hann getur gert eins og Loðvík og bruggað gömul ráð eða hann getur reynt hið sjaldséða og eftirsóknarverða; að aðlagast breyttum aðstæðum. Við sjáum til hvað gerist. Hvora leiðina Davíð velur breytir minnstu fyrir okkur hin. Líf okkar mun líða áfram þótt það þurfi að skoppa yfir stjórnarslit og pólitískt þref. Við fylgjumst með Davíð af mannlegri forvitni til að vita hvort honum takist að gera gott úr vondri stöðu eða geri illt verra. Og það er í anda þessa máls sem fyrst og síðast er saga af stjórnkænsku Davíðs og glappaskotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Loðvík fjórtándi var glæsilegastur Frakkakónga og sá þeirra sem ríkti lengst. Hann erfði krúnuna fimm ára gamall, tók við völdum átján ára og hélt þeim þar til hann dó 77 ára, margsaddur lífdaga. Loðvík var sigursæll í stríði og vann ný lönd undir konungdæmi sín. Hann var umbótamaður í stjórnsýslu og byggði upp skilvirkt og viðbragðsfljótt ríkisvald. Hann var höfðingi mikill og blés í brjóst landa sinna stolti og sjálfstrausti. Í hans tíð voru Frakkar forystuþjóð í Evrópu -- ekki aðeins á einu sviði heldur flestum. Enn í dag sækja Frakkar aftur til þessa tíma hugmyndir um eigið ágæti og þörf annarra þjóða fyrir leiðsögn þeirra. En þótt ferill Loðvíks hafi verið glæstur endaði hann ekki vel. Hann hélt áfram ófriði á hendur nágrönnum sínum eftir að hafa tapað hernaðarlegum yfirburðum svo á endanum skilaði hann af sér minna Frakklandi en hann hafði fengið að erfðum. Hann stöðvaði ekki sívaxandi aukningu útgjalda vegna hernaðarbrölts og annarra umsvifa ríkisins þrátt fyrir að afl atvinnulífsins minnkaði. Hann dó því frá galtómum ríkiskassa og skuldugu þjóðarbúi. Sökum íhaldsemi elliáranna og getuleysi til að leita nýrra lausna við breyttum aðstæðum skildi Loðvík við Frakkland sem suðupott. Honum tókst ekki að slá á vaxandi misrétti innan samfélagsins eða dreifa völdum og missti í raun af breytingum i pólitísku landslagi. Það má segja að franska stjórnarbyltingin hafi verið óhjákvæmileg afleiðing af þessu getuleysi Loðvíks. Jafnvel sú tíska sem hafði vaxið í skjóli hans var orðin púkó þegar hann dó; fötin sem hann gekk í hlægileg, tónlistin sem hann hlustaði á væmin og dansinn sem hann sté tilgerðarlegur. Vandi Loðvíks var ekki sá að hann hafi tekið upp breytta og verri siði. Vandinn var að hann hélt sínu striki þrátt fyrir að samfélagið breyttist og staða hans önnur. Hann stjórnaði í krafti þess sem hann hafði verið -- eða þess sem hann minnti að hefði verið -- en ekki í anda þess sem hann var. Saga Loðvíks er lík sögu margra annarra áhrifamanna í sögunni og í raun lík sögu allra sem hafa náð markmiðum sínum. Það er eins og mönnum komi það alltaf á óvart að lífið líður áfram þótt þeir séu sjálfir komnir í höfn. Það er ákaflega fátítt að mönnum takist að endurnýja viðhorf sín og aðlaga þau örum breytingum í samfélaginu þegar þeir hafa dvalið lengi á leiðarenda -- svo fátítt að það er ekki hægt að heimta það af mönnum að þeim takist það. Hitt er bæði mannlegt og eðlilegt -- í raun svo sjálfsagður hlutur að aðeins bláeygðustu bjartsýnismenn geta búist við öðru. Auðvitað rifja ég þetta upp vegna þeirrar stöðu sem Davíð Oddsson er í. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins af því að forveri hans hafði glutrað niður ríkisstjórn. Davíð tókst að skapa hér stjórnarfarslegan stöðugleika og úrskurðaði hverju sinni hvaða flokkur eða foringi var stjórntækur. Nú logar samfélagið í ófriði sem magnast við hverja tilraun Davíðs til að stilla hann. Samstarfsmenn Davíðs í ríkisstjórn eru komnir á fremsta hlunn með skilgreina hann óstjórntækan. Það er engu líkara en að jafnt sé á komið með honum og Loðvík; ævistarfið allt verði að engu gert á undraskömmum tíma. Munurinn er hins vegar sá að Loðvík dó frá öllu saman. Davíð er hins vegar enn í fullu fjöri og getur enn ráðið nokkru um hvernig mál þróast. Hann getur gert eins og Loðvík og bruggað gömul ráð eða hann getur reynt hið sjaldséða og eftirsóknarverða; að aðlagast breyttum aðstæðum. Við sjáum til hvað gerist. Hvora leiðina Davíð velur breytir minnstu fyrir okkur hin. Líf okkar mun líða áfram þótt það þurfi að skoppa yfir stjórnarslit og pólitískt þref. Við fylgjumst með Davíð af mannlegri forvitni til að vita hvort honum takist að gera gott úr vondri stöðu eða geri illt verra. Og það er í anda þessa máls sem fyrst og síðast er saga af stjórnkænsku Davíðs og glappaskotum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun