Hófsemd í gegnum skattkerfið 27. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Tillögur forsvarsmanna Lýðheilsustofnunar um sérstakan skatt á sykur og sykurbættar matvörur gefur tilefni til að velta fyrir sér hlutverki ríkisvaldsins, skattkerfisins og hvaða væntingar við gerum til þessara fyrirbrigða. Sykur er eins og flest annað í lífinu; gott í hófi. Sykurinn gælir við bragðlaukana og eykur þannig lífsgæði okkar. Hann getur gert súrasta mat ætan -- og jafnvel sætan -- og einnig mat sem er svo beiskur að við gætum ekki borðað hann án smá sykurs. En eins og flest það sem er ágætt í hófi hefur sykurinn vond áhrif á okkur ef við neytum hans ekki af hófsemd. Sem kunnugt er á þetta við allt og alla. Flest eitur eru góð lyf í smærri skömmtum. Sólin heldur í okkur lífinu en er samt æði varasöm. Engin tónlist er svo ljúf að við getum hlustað á hana endalaust. Við þurfum að borða til að lifa en við getum drepið okkur á ofáti. Og svo framvegis. Sykurinn er því ekki vondur í sjálfu sér -- fremur en nokkuð annað -- heldur getum við gert hann illan með því að valda okkur skaða með honum. Þetta eru rök byssuframleiðenda og annarra sem verjast öllum takmörkunum á byssueign í Bandaríkjunum. Byssur drepa ekki fólk -- fólk notar byssur til að drepa fólk. Munurinn á byssum og sykri er hins vegar sá að sykur getur aukið lífsgæði en byssur tæplega. Og það er auðvelt að drepa annan mann með byssu en nánast ómögulegt með sykri. En það deyja líklega fleiri af völdum misnotkunar á sykri en byssum. Sérstökum sykurskatti er ætlað að halda fólki frá ofneyslu sykurs með peningalegum hindrunum. Þú mátt borða sykur en það mun kosta þig nokkuð. Ef þetta gengi eftir myndum við snúa aftur til þess tíma að aðeins auðugt fólk hafði efni á að vera feitt. Hinir fátæku fitnuðu ekki fyrr en kaupmáttur fór að aukast og þeir gátu leyft sér óhóf yfirstéttanna. En þá voru þeir ríku komnir með einkaþjálfara og lækna til að soga úr sér fituna, sem þeir blönku höfðu ekki efni á. Þess vegna eru þeir fátækustu orðnir feitastir en þeir ríkustu grennstir. Ef við hækkum verðið á sykri nóg þá gætum við ef til vill snúið þessu við. Ef hinir fátæku verða grannir munu hinir ríku eflaust aftur vilja skreyta sig með fitu. En gerist þetta svona. Eiturlyf eru dýr. Samt neita fátækir sér ekki um þau. Og þeir sem eru ekki fátækir þegar þeir byrja að nota eiturlyf verða það vanalega á endanum. Þeir spara hins vegar flest við sig -- annað en eiturlyfin. Og þannig er um margt annað. Ef heimilisbókhald okkar er skoðað er ekki erfitt að halda því fram að allar ákvarðanir okkar séu skynsamar út frá peningalegu sjónarmiði. Pétur Blöndal alþingismaður hefur verið talsmaður skynsemi í peningamálum og hefur með því orðið einskonar skemmikraftur. Okkur finnst bráðskemmtilegt að heyra sjónarmið hans -- en ég held að flestum hrylli við að fara eftir þeim. Við skulum horfast í augu við það: Helmingurinn af því sem við kaupum er annað hvort drasl eða óþarfi -- eða bæði. Það er því hæpið að hægt sé að kenna öllum almenningi hófsemd með verðstýringu. Ef við vildum gera það ættum við að kippa kaupmættinum aftur um hálfa öld eða svo. Ef við viljum forða fólki frá því að skaða sig með taumleysi og græðgi þurfum við að höfða til betri hluta þess en buddunnar. Og það eru mörg fyrirbrigði í samfélagi betur til þess fallin en skattkerfið. Marga undanfarna áratugi höfum við viljað breyta skattkerfinu -- sem er í eðli sínu rukkun félagsgjalda -- þannig að það nái að endurspegla mannúðarsjónarmið okkar; manngæsku, jöfnuð og sanngirni. Það má vera að þetta sé framkvæmanlegt en hættan er sú að við hættum að iðka gæsku okkar á öðrum sviðum þar sem hún á betur heima. Og það er nokkuð ljóst að skattkerfið á enn langt í land með þessi háleitu markmið þótt við förum ekki að bæta á það kröfum um boðun hófsemdar í samfélaginu. Við hljótum enn að kunna betri aðferðir til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Tillögur forsvarsmanna Lýðheilsustofnunar um sérstakan skatt á sykur og sykurbættar matvörur gefur tilefni til að velta fyrir sér hlutverki ríkisvaldsins, skattkerfisins og hvaða væntingar við gerum til þessara fyrirbrigða. Sykur er eins og flest annað í lífinu; gott í hófi. Sykurinn gælir við bragðlaukana og eykur þannig lífsgæði okkar. Hann getur gert súrasta mat ætan -- og jafnvel sætan -- og einnig mat sem er svo beiskur að við gætum ekki borðað hann án smá sykurs. En eins og flest það sem er ágætt í hófi hefur sykurinn vond áhrif á okkur ef við neytum hans ekki af hófsemd. Sem kunnugt er á þetta við allt og alla. Flest eitur eru góð lyf í smærri skömmtum. Sólin heldur í okkur lífinu en er samt æði varasöm. Engin tónlist er svo ljúf að við getum hlustað á hana endalaust. Við þurfum að borða til að lifa en við getum drepið okkur á ofáti. Og svo framvegis. Sykurinn er því ekki vondur í sjálfu sér -- fremur en nokkuð annað -- heldur getum við gert hann illan með því að valda okkur skaða með honum. Þetta eru rök byssuframleiðenda og annarra sem verjast öllum takmörkunum á byssueign í Bandaríkjunum. Byssur drepa ekki fólk -- fólk notar byssur til að drepa fólk. Munurinn á byssum og sykri er hins vegar sá að sykur getur aukið lífsgæði en byssur tæplega. Og það er auðvelt að drepa annan mann með byssu en nánast ómögulegt með sykri. En það deyja líklega fleiri af völdum misnotkunar á sykri en byssum. Sérstökum sykurskatti er ætlað að halda fólki frá ofneyslu sykurs með peningalegum hindrunum. Þú mátt borða sykur en það mun kosta þig nokkuð. Ef þetta gengi eftir myndum við snúa aftur til þess tíma að aðeins auðugt fólk hafði efni á að vera feitt. Hinir fátæku fitnuðu ekki fyrr en kaupmáttur fór að aukast og þeir gátu leyft sér óhóf yfirstéttanna. En þá voru þeir ríku komnir með einkaþjálfara og lækna til að soga úr sér fituna, sem þeir blönku höfðu ekki efni á. Þess vegna eru þeir fátækustu orðnir feitastir en þeir ríkustu grennstir. Ef við hækkum verðið á sykri nóg þá gætum við ef til vill snúið þessu við. Ef hinir fátæku verða grannir munu hinir ríku eflaust aftur vilja skreyta sig með fitu. En gerist þetta svona. Eiturlyf eru dýr. Samt neita fátækir sér ekki um þau. Og þeir sem eru ekki fátækir þegar þeir byrja að nota eiturlyf verða það vanalega á endanum. Þeir spara hins vegar flest við sig -- annað en eiturlyfin. Og þannig er um margt annað. Ef heimilisbókhald okkar er skoðað er ekki erfitt að halda því fram að allar ákvarðanir okkar séu skynsamar út frá peningalegu sjónarmiði. Pétur Blöndal alþingismaður hefur verið talsmaður skynsemi í peningamálum og hefur með því orðið einskonar skemmikraftur. Okkur finnst bráðskemmtilegt að heyra sjónarmið hans -- en ég held að flestum hrylli við að fara eftir þeim. Við skulum horfast í augu við það: Helmingurinn af því sem við kaupum er annað hvort drasl eða óþarfi -- eða bæði. Það er því hæpið að hægt sé að kenna öllum almenningi hófsemd með verðstýringu. Ef við vildum gera það ættum við að kippa kaupmættinum aftur um hálfa öld eða svo. Ef við viljum forða fólki frá því að skaða sig með taumleysi og græðgi þurfum við að höfða til betri hluta þess en buddunnar. Og það eru mörg fyrirbrigði í samfélagi betur til þess fallin en skattkerfið. Marga undanfarna áratugi höfum við viljað breyta skattkerfinu -- sem er í eðli sínu rukkun félagsgjalda -- þannig að það nái að endurspegla mannúðarsjónarmið okkar; manngæsku, jöfnuð og sanngirni. Það má vera að þetta sé framkvæmanlegt en hættan er sú að við hættum að iðka gæsku okkar á öðrum sviðum þar sem hún á betur heima. Og það er nokkuð ljóst að skattkerfið á enn langt í land með þessi háleitu markmið þótt við förum ekki að bæta á það kröfum um boðun hófsemdar í samfélaginu. Við hljótum enn að kunna betri aðferðir til þess.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar