Erlent

Bush mismælir sig

George Bush Bandaríkjaforseta varð heldur betur á í messunni í gær í ræðu sem hann flutti í Pentagon við undirskrift á fjárveitingu til varnarmála. Bush mætti til leiks í Pentagonið, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, í toppformi - ef svo má að orði komast. Hann flutti ræðu eftir að hafa skrifað undir fjárveitinguna og starfsmenn Pentagonsins og fyrrverandi hermenn mættu til að hlýða á ræðu forsetans. Bush vék talinu að baráttunni gegn hryðjuverkum og sagði: „Óvinir okkar eru frumlegir og úrræðagóðir. Og það erum við líka. Þeir gefast aldrei upp á að finna nýjar leiðir til að skaða land okkar og þjóð. Og það gerum við ekki heldur.“  Athygli vekur að enginn kippti sér upp við orð forsetans og er það til marks um það að gestir hafi kannski verið hálfsofandi. Í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í dag hefur verið vitnað hvað eftir annað í orð forsetans. Menn eru farnir að kalla mistök forsetans Bush-isma. Hægt er að horfa á frétt Stöðvar 2 þar sem Bush mælir hin óheppilegu orð með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×