The Onion kaupir InfoWars Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2024 14:53 Alex Jones, fyrrverandi eigandi InfoWars segist ætla að halda áfram að framleiða efni á netinu. AP/David J. Phillip, Útgáfufélag ádeilumiðilsins The Onion keypti í morgun rekstrarfélag InfoWars, sem var áður í eigu Alex Jones. Kaupin voru gerð með stuðningi fjölskyldna barna sem dóu í Sandy Hook árásinni á árum áður en Jones skuldar þeim á annan milljarð dala. Jones var dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni umfangsmiklar skaðabætur fyrir að hafa dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væri leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Sjá einnig: InfoWars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur InfoWars var sett á uppboð í morgun og keypt af The Onion. Til stendur að opna miðilinn á nýjan leik á næsta ári. Þá verður miðillinn rekinn með stuðningi samtakanna Everytown for Gun Safety, sem berjast fyrir hertum lögum varðandi skotvopnaeign í Bandaríkjunum. The Onion keypti bæði miðilinn og aðrar eignir hans, eins og upptökuver og fæðubótarefnasöludeild. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur verð miðilsins ekki fyrir. Í frétt New York Times segir að til standi að reka InfoWars sem háðsíðu af þeirri upprunalegu. Gera eigi grín að frægu og „skrítnu“ fólki á netinu sem geri út á samsæriskenningar og sölu fæðubótarefna. Ben Collins, einn eigenda Onion, tísti um kaupin í morgun þar sem hann spurði hvort einhvern vantaði fæðubótarefni, sem var vinsæl söluvara Alex Jones. Does anybody need millions of dollars worth of supplements?— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 You better fucking subscribe to The Onion. This is the kind of thing we will do with your money.It allowed us to buy InfoWars. Now help us staff it. https://t.co/pEoO4ZPmLq— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 Bandaríkin Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Innlent Fleiri fréttir Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Sjá meira
Jones var dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni umfangsmiklar skaðabætur fyrir að hafa dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væri leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Sjá einnig: InfoWars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur InfoWars var sett á uppboð í morgun og keypt af The Onion. Til stendur að opna miðilinn á nýjan leik á næsta ári. Þá verður miðillinn rekinn með stuðningi samtakanna Everytown for Gun Safety, sem berjast fyrir hertum lögum varðandi skotvopnaeign í Bandaríkjunum. The Onion keypti bæði miðilinn og aðrar eignir hans, eins og upptökuver og fæðubótarefnasöludeild. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur verð miðilsins ekki fyrir. Í frétt New York Times segir að til standi að reka InfoWars sem háðsíðu af þeirri upprunalegu. Gera eigi grín að frægu og „skrítnu“ fólki á netinu sem geri út á samsæriskenningar og sölu fæðubótarefna. Ben Collins, einn eigenda Onion, tísti um kaupin í morgun þar sem hann spurði hvort einhvern vantaði fæðubótarefni, sem var vinsæl söluvara Alex Jones. Does anybody need millions of dollars worth of supplements?— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 You better fucking subscribe to The Onion. This is the kind of thing we will do with your money.It allowed us to buy InfoWars. Now help us staff it. https://t.co/pEoO4ZPmLq— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024
Bandaríkin Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Innlent Fleiri fréttir Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Sjá meira