360 fallnir og þúsundir flúnar 12. ágúst 2004 00:01 Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira