Stefán og Gunnar á sínum fyrstu ÓL 18. ágúst 2004 00:01 Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð