Kostir sjóflutninga Ari Trausti Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2004 00:01 Flutningar á sjó og landi - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Einu sinni lenti ég í því að þurfa að ausa heilmiklu vatni úr gúmmíbáti og eina tiltæka áhaldið var snjóskófla, grunn og breið. Þetta tókst en krafðist mikillar orku og fyrirhafnar og sóaði dýrmætum tíma. Samlíkingin á vel við um örlög strandflutninga við eyjuna Ísland þar sem hringvegurinn einn er um 1.400 km langur og byggðin aðallega dreifð með ströndum. Í áratugi voru lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og vörumóttöku. Rök einstakra flutningsfyrirtækja um að það væri bæði "fljótlegra og ódýrara" að færa um 1.500-2.000 tonn af vörum í daglega flutninga á meginleiðum með 150 stórum flutningabílum gengu svo nánast af sjóflutningum dauðum, um leið og vegir skánuðu og ökutækin komu til. Mér og líklega fjölda fólks er fyrirmunað að skilja hvernig ábyrg samgöngu- og flutningsstefna samrýmist þessu ráðslagi. Ábyrgðin nær til fjármuna almennings, mengunarmála, vegamála, slysavarna og almennrar skynsemi, svo eitthvað sé nefnt. Ekki bara til einfaldra efnahagsreikninga í bókhaldi fáeinna fyrirtækja. Þarf að telja upp gallana við ótæpilega þungaflutninga á veikburða vegakerfi í samanburði við sjóflutninga með 2-3 skipum?Nokkur dæmi:- hreinn flutningskostnaður pr. tonn miðað við kostnað við lestun, flutning, og losun; t.d. launakostnað nokkur hundruð manna (sem gætu mannað mörg skip og hafnir)- mengun frá 150 x 400 hestafla vélum (60.000 hestöfl sem duga í býsna mörg skip)- vegaslit, vegaskemmdir og auknar kröfur um mun dýrari vegi- samfélagskostnaður vegna mun fleiri óhappa og slysa- óhagræði vegna tepptra eða hállra vega á veturna- tap á rekstri flestra hafna- hærra vöruverð til neytenda Kostirnir eru styttri flutningstími sem getur vissulega skipt máli en á móti kemur að engin þörf er á að leggja vegaflutninga af heldur forgangsraða vörum. Í meirihluta tilvika skiptir ekki máli þó að vara berist 24-48 klst. síðar en ella. Telji menn sparnað annan kost er væntanlega aðeins um að ræða túlkaðar tölur sem verða til við að leggja gömlu skipi eða reikna dæmið einungis með einni eða afar fáum forsendum. Ekki ætla ég mér þá framsýni að segja til um hvernig hægt er að endurskipuleggja flutningssamgöngur í landinu. Hitt er alveg víst að hvergi í nágrannalöndum búast menn við öðru en að flutningabílaæðið sem gengið hefur yfir iðnríkin sé að hjaðna. Lestir, skip, orkusparnaður, mengunarvarnir, heildarhagkvæmni og samfélagsábyrgð eru lykilorð þar sem menn reyna nú að móta nýja og betri stefnu. Og vetnisvæðing mun gera skip hagkvæmari flutningstæki en vörubíla. Smáskammtavitleysan, orkufylleríið, yfirfullir vegir og mengun eru undir smásjá í Evrópu og Bandaríkjunum og það væri hallærislegt ef Íslendingar yrðu enn einu sinni 20-30 árum á eftir nágrönnunum. Reyndar eru allt of miklir vöruflutningar í lofti líka angi af óábyrgri flutningastefnu en það er efni í aðra grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Flutningar á sjó og landi - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Einu sinni lenti ég í því að þurfa að ausa heilmiklu vatni úr gúmmíbáti og eina tiltæka áhaldið var snjóskófla, grunn og breið. Þetta tókst en krafðist mikillar orku og fyrirhafnar og sóaði dýrmætum tíma. Samlíkingin á vel við um örlög strandflutninga við eyjuna Ísland þar sem hringvegurinn einn er um 1.400 km langur og byggðin aðallega dreifð með ströndum. Í áratugi voru lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og vörumóttöku. Rök einstakra flutningsfyrirtækja um að það væri bæði "fljótlegra og ódýrara" að færa um 1.500-2.000 tonn af vörum í daglega flutninga á meginleiðum með 150 stórum flutningabílum gengu svo nánast af sjóflutningum dauðum, um leið og vegir skánuðu og ökutækin komu til. Mér og líklega fjölda fólks er fyrirmunað að skilja hvernig ábyrg samgöngu- og flutningsstefna samrýmist þessu ráðslagi. Ábyrgðin nær til fjármuna almennings, mengunarmála, vegamála, slysavarna og almennrar skynsemi, svo eitthvað sé nefnt. Ekki bara til einfaldra efnahagsreikninga í bókhaldi fáeinna fyrirtækja. Þarf að telja upp gallana við ótæpilega þungaflutninga á veikburða vegakerfi í samanburði við sjóflutninga með 2-3 skipum?Nokkur dæmi:- hreinn flutningskostnaður pr. tonn miðað við kostnað við lestun, flutning, og losun; t.d. launakostnað nokkur hundruð manna (sem gætu mannað mörg skip og hafnir)- mengun frá 150 x 400 hestafla vélum (60.000 hestöfl sem duga í býsna mörg skip)- vegaslit, vegaskemmdir og auknar kröfur um mun dýrari vegi- samfélagskostnaður vegna mun fleiri óhappa og slysa- óhagræði vegna tepptra eða hállra vega á veturna- tap á rekstri flestra hafna- hærra vöruverð til neytenda Kostirnir eru styttri flutningstími sem getur vissulega skipt máli en á móti kemur að engin þörf er á að leggja vegaflutninga af heldur forgangsraða vörum. Í meirihluta tilvika skiptir ekki máli þó að vara berist 24-48 klst. síðar en ella. Telji menn sparnað annan kost er væntanlega aðeins um að ræða túlkaðar tölur sem verða til við að leggja gömlu skipi eða reikna dæmið einungis með einni eða afar fáum forsendum. Ekki ætla ég mér þá framsýni að segja til um hvernig hægt er að endurskipuleggja flutningssamgöngur í landinu. Hitt er alveg víst að hvergi í nágrannalöndum búast menn við öðru en að flutningabílaæðið sem gengið hefur yfir iðnríkin sé að hjaðna. Lestir, skip, orkusparnaður, mengunarvarnir, heildarhagkvæmni og samfélagsábyrgð eru lykilorð þar sem menn reyna nú að móta nýja og betri stefnu. Og vetnisvæðing mun gera skip hagkvæmari flutningstæki en vörubíla. Smáskammtavitleysan, orkufylleríið, yfirfullir vegir og mengun eru undir smásjá í Evrópu og Bandaríkjunum og það væri hallærislegt ef Íslendingar yrðu enn einu sinni 20-30 árum á eftir nágrönnunum. Reyndar eru allt of miklir vöruflutningar í lofti líka angi af óábyrgri flutningastefnu en það er efni í aðra grein.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar