Dæmdur fyrir misþyrmingar á föngum 11. september 2004 00:01 Bandarískur hermaður var í dag dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa misþyrmt föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Hermaðurinn brotnaði saman í réttarsalnum og sagðist bera fulla ábyrgð á gerðum sínum. Alls átta bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að misþyrma Írökum í fangelsinu illræmda. Armin Cruz, tuttugu og fjögurra ára hermaður í sérstakri njósnasveit Bandaríkjahers, er annar í röðinni til að hljóta dóm. Hann var lækkaður í tign, þarf að sitja átta mánuði í fangelsi og var rekinn úr hernum með skömm. Cruz sagði við yfirheyrslur áður en hann var dæmdur í dag að hann bæri fulla ábyrgð á gerðum sínum, hann hafi vitað að hann væri að gera rangt en gæti þó ekki skýrt af hverju hann hagaði sér með þessum hætti. Lögmaður Cruz segir að hann hafi á þessum tíma þjáðst af streitu því aðeins mánuði áður en hann varð uppvís að því að misþyrma föngunum, hafi tveir félagar hans látist í sprengingu. Hann segir skjólstæðing sinn stríðshetju sem hafi hlotið bronsstjörnuna og purpurahjartað og særst í sprengjuáráa. „Hann lagði sitt af mörkum til stríðsreksturs Bandaríkjastjórnar sem þakkar sér frelsun Íraks. Hann tók þátt í honum og þótt hann hafi gert mistök varðandi þessa þrjá íröksku fanga á hann hrós skilið fyrir framlag sitt til frelsunar Íraks,“ sagði lögmaður Cruz á blaðamannafundi eftir að dómurinn féll. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Bandarískur hermaður var í dag dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa misþyrmt föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Hermaðurinn brotnaði saman í réttarsalnum og sagðist bera fulla ábyrgð á gerðum sínum. Alls átta bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að misþyrma Írökum í fangelsinu illræmda. Armin Cruz, tuttugu og fjögurra ára hermaður í sérstakri njósnasveit Bandaríkjahers, er annar í röðinni til að hljóta dóm. Hann var lækkaður í tign, þarf að sitja átta mánuði í fangelsi og var rekinn úr hernum með skömm. Cruz sagði við yfirheyrslur áður en hann var dæmdur í dag að hann bæri fulla ábyrgð á gerðum sínum, hann hafi vitað að hann væri að gera rangt en gæti þó ekki skýrt af hverju hann hagaði sér með þessum hætti. Lögmaður Cruz segir að hann hafi á þessum tíma þjáðst af streitu því aðeins mánuði áður en hann varð uppvís að því að misþyrma föngunum, hafi tveir félagar hans látist í sprengingu. Hann segir skjólstæðing sinn stríðshetju sem hafi hlotið bronsstjörnuna og purpurahjartað og særst í sprengjuáráa. „Hann lagði sitt af mörkum til stríðsreksturs Bandaríkjastjórnar sem þakkar sér frelsun Íraks. Hann tók þátt í honum og þótt hann hafi gert mistök varðandi þessa þrjá íröksku fanga á hann hrós skilið fyrir framlag sitt til frelsunar Íraks,“ sagði lögmaður Cruz á blaðamannafundi eftir að dómurinn féll.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira