Á Ísland að ganga úr ESB? Dagur B. Eggertsson skrifar 13. september 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusambandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráðherrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja framtíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðunum innan ESB. Þeir framtíðarhagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmálamanna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda unglinga sem tala niðrandi um fjarstadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og viðskiptafræðina "af því að pabbi vildi það". Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skilyrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evrópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópureglur settu boðuðum fjölmiðlalögum sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega umdeild. Enginn efaðist þó um að fjölmiðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að umræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegshnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkisstjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi einhverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu?
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar