Eins og að hitta gamlan vin 15. september 2004 00:01 "Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri. Tækni Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
"Þetta er dálítið eins og að hitta gamlan vin," sagði Hallur Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá Microsoft Íslandi, um hvernig er að nota íslenskt viðmót Windows og Office hugbúnaðarvöndulsins í fyrsta sinn. "Í raun er ekkert þarna sem kemur á óvart," bætti hann við í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni "Hittu Microsoft" sem hófst í gær á Nordica hótel í Reykjavík og lýkur síðdegis í dag. Microsoft kynnti fyrir mánuði síðan íslenskt viðmót fyrir bæði Windows XP stýrikerfið og fyrir Office 2003 hugbúnaðarvöndulinn, en í báðum tilvikum er um að ræða nýjustu útgáfur hugbúnaðarins. Hallur velti upp þeirri spurningu hvort það væri í raun þess virði að þýða hugbúnað, hvort ekki væri um að ræða peningasóun, því vissulega væri þetta dýrt og markaðurinn lítill hér. "Er svo ekki bara ágætt að nota enska viðmótið, svona til að styrkja okkur í enskunni? Fólk vinnur jú í alþjóðlegu umhverfi og sumt hvert, eins og ég, hjá erlendum fyrirtækjum," sagði hann, en hélt svo áfram og bætti við að þótt tína mætti til rök bæði með og á móti þýðingum væri það skoðun fyrirtækisins að "lifandi tungumál verði að hafa orðaforða á öllum meginsviðum þjóðlífsins." Hallur taldi að ef upplýsingatæknina vantaði í orðaforðann yrði varla hægt að tala um íslenskuna sem "lifandi tungumál" til lengri tíma litið. "Svo kunna heldur ekki allir ensku," áréttaði hann og benti á að þegar börn notuðu tölvur þá vissu þau ekki endilega hvað þau væru að velja þó svo að þau myndu leiðina í valmyndartré hugbúnaðarins. Hallur sagði það líka skoðun fyrirtækisins að það myndi auka framleiðni fyrirtækja að nota íslenskt viðmót því viðmótinu fylgdi aukin tölvugeta starfsmanna. Hann vitnaði í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, sem sagði þegar hún tók við íslenskri útgáfu hugbúnaðarins: "Það er löngu vitað að allir hugsa, læra og skapa best á eigin tungumáli." Íslensku viðmóti hugbúnaðar Microsoft er hægt að hlaða endurgjaldslaust niður af netinu, auk þess sem það fylgir á geisladiski þegar hugbúnaðurinn er keyptur. Hallur sagði ástæður Microsoft vera tvíþættar í að bjóða íslenskt viðmót, annars vegar að skila til baka hluta af ágóða sínum til samfélagsins og svo voninni um að í kjölfarið fylgdi aukin sala, þótt síðar væri.
Tækni Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira