Hægriöfgaflokkur sigurvegari 20. september 2004 00:01 Hægriöfgaflokkurinn NPD og fyrrverandi kommúnistaflokkurinn PDS eru sigurvegarar kosninga sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Stjórnmálamenn segja kjósendur vera að mótmæla en virðast vanmeta hversu útbreitt útlendingahatur er orðið. Sambandslandskosningar fóru fram í Saxlandi og Brandenburg í gær og óhætt er að segja að kjósendur þar hafi veitt hefðbundnu flokkunum ærlega ráðningu. Í Saxlandi hlaut hægriöfgaflokkurinn NPD ríflega níu prósenta fylgi á meðan kristilegir demókratar, sem stjórnað hafa í Saxlandi frá falli Berlínarmúrsins, töpuðu sextán prósentum. Næst stærsti flokkurinn í Saxlandi er fyrrverandi kommúnistaflokkurinn og stjórnarflokkur Austur-Þýskalands, PDS. Í Brandenburg hlaut annar hægriöfgaflokkur, DVU, sex prósenta fylgi. Báðir flokkarnir virðast einkum hafa höfðað til yngri kjósenda og atvinnulausra. Jafnaðarmannaflokkur Schröders kanslara, sem ráðið hefur ríkjum í Brandenburg, galt afhroð en getur þó myndað samsteypustjórn með vinstriflokknum PDS. Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur fara mikinn í þýskum fjölmiðlum í dag og segja ástæðu úrslitana vera þá að kjósendur hafi viljað refsa hefðbundnu flokkunum. Fylgi öfgaflokka sé í raun mótmæli kjósenda sem sagt er að séu óánægðir með róttækar umbætur á atvinnuleysistryggingakerfinu. Hægriöfgamenn hafa frá falli múrs átt hljómgrunn í Austur-Þýskalandi, þar er útlendingahatur vandamál þó að þar búi mun færri útlendingar en vestan megin gömlu landamæranna. Vonleysi og atvinnuleysi eru alvarleg vandamál sem illa hefur gengið að koma böndum á og í því umhverfi hafa öfgahópar fundið frjósaman jarðveg. Yfirvöld hafa látið semja lærðar skýrslur um þennan vanda en ráðaleysi hefur ríkt um hvernig mætti leysa hann. Niðurstöður kosninganna ættu ekki að koma á óvart og bera vott um meira en mótmæli kjósenda. Þær bera vott um hreina hægriöfgasveiflu og vinsældir flokka sem breiða út boðskap sem rekur rætur sínar beint til nasista seinni heimsstyrjaldarinnar. Í sambandslöndunum hafa íbúar og hagsmunaaðilar miklar áhyggjur af þessari þróun. Á meðal almennings er stuðningur við öfgahópa ekki mikill; hagsmunahópar gyðinga óttast nýnasisma og talsmenn viðskiptalífsins hafa af því áhyggjur, að fjárfestar þori ekki að leggja fé í atvinnurekstur á svæði, þar sem öfgamenn eiga sér bakland. Holger Apfel, leiðtogi NPD-flokksins, sést hér umkringdur blaðamönnum og ljósmyndurum eftir að hafa greitt atkvæði sitt í gær. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Hægriöfgaflokkurinn NPD og fyrrverandi kommúnistaflokkurinn PDS eru sigurvegarar kosninga sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Stjórnmálamenn segja kjósendur vera að mótmæla en virðast vanmeta hversu útbreitt útlendingahatur er orðið. Sambandslandskosningar fóru fram í Saxlandi og Brandenburg í gær og óhætt er að segja að kjósendur þar hafi veitt hefðbundnu flokkunum ærlega ráðningu. Í Saxlandi hlaut hægriöfgaflokkurinn NPD ríflega níu prósenta fylgi á meðan kristilegir demókratar, sem stjórnað hafa í Saxlandi frá falli Berlínarmúrsins, töpuðu sextán prósentum. Næst stærsti flokkurinn í Saxlandi er fyrrverandi kommúnistaflokkurinn og stjórnarflokkur Austur-Þýskalands, PDS. Í Brandenburg hlaut annar hægriöfgaflokkur, DVU, sex prósenta fylgi. Báðir flokkarnir virðast einkum hafa höfðað til yngri kjósenda og atvinnulausra. Jafnaðarmannaflokkur Schröders kanslara, sem ráðið hefur ríkjum í Brandenburg, galt afhroð en getur þó myndað samsteypustjórn með vinstriflokknum PDS. Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur fara mikinn í þýskum fjölmiðlum í dag og segja ástæðu úrslitana vera þá að kjósendur hafi viljað refsa hefðbundnu flokkunum. Fylgi öfgaflokka sé í raun mótmæli kjósenda sem sagt er að séu óánægðir með róttækar umbætur á atvinnuleysistryggingakerfinu. Hægriöfgamenn hafa frá falli múrs átt hljómgrunn í Austur-Þýskalandi, þar er útlendingahatur vandamál þó að þar búi mun færri útlendingar en vestan megin gömlu landamæranna. Vonleysi og atvinnuleysi eru alvarleg vandamál sem illa hefur gengið að koma böndum á og í því umhverfi hafa öfgahópar fundið frjósaman jarðveg. Yfirvöld hafa látið semja lærðar skýrslur um þennan vanda en ráðaleysi hefur ríkt um hvernig mætti leysa hann. Niðurstöður kosninganna ættu ekki að koma á óvart og bera vott um meira en mótmæli kjósenda. Þær bera vott um hreina hægriöfgasveiflu og vinsældir flokka sem breiða út boðskap sem rekur rætur sínar beint til nasista seinni heimsstyrjaldarinnar. Í sambandslöndunum hafa íbúar og hagsmunaaðilar miklar áhyggjur af þessari þróun. Á meðal almennings er stuðningur við öfgahópa ekki mikill; hagsmunahópar gyðinga óttast nýnasisma og talsmenn viðskiptalífsins hafa af því áhyggjur, að fjárfestar þori ekki að leggja fé í atvinnurekstur á svæði, þar sem öfgamenn eiga sér bakland. Holger Apfel, leiðtogi NPD-flokksins, sést hér umkringdur blaðamönnum og ljósmyndurum eftir að hafa greitt atkvæði sitt í gær.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira