Einn á báti 28. september 2004 00:01 Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis. Kristinn kom fyrst inn á þing árið 1991 fyrir Alþýðubandalagið og hefur setið þar síðan. Þegar hópur þingmanna ákvað að leggja niður Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og stofna Samfylkinguna og síðar Vinstri-græna, tilkynnti Kristinn að kveðjustund væri upp runnin. Í skamman tíma gerðist hann þingmaður utan flokka en gekk svo í raðir Framsóknarmanna á vormánuðum 1998. Fyrrum félagi Kristins í Alþýðubandalaginu segir að Kristinn hafi vafalaust talið Framsóknarflokkinn vera mesta byggðaflokkinn á þingi og þess vegna ákveðið að ganga í raðir hans. ,,Kristinn stendur við bakið á fólkinu í kjördæminu og hefur mikið samráð við það. Þess vegna held ég að þetta muni koma niður á flokknum á Vestfjörðum. Kristinn á þar trausta félaga sem taka þessum hrókeringum þingflokksins ekki þegjandi." Gulldrengur gerður útlægur Framsóknarmaður sem blaðið ræddi við sagði að Kristinn hefði verið gulldrengurinn í flokknum þegar hann ákvað að ganga í raðir hans. ,,Ég held að enginn hafi fengið viðlíka móttökur eins og Kristinn. Hann kom úr öðrum flokki og það var tekið á móti honum með blómum og kossum. Hann var strax gerður að formanni þingflokksins og síðan var hann gerður að formanni Byggðastofnunar." En vandi fylgir vegsemd hverri og fljótlega fór að bera á vonbrigðum með samstarfið. Fyrrverandi þingmaður flokksins segir að Kristinn hafi orðið nokkuð einráður sem þingflokksformaður. ,,Hann talaði alltaf sem formaður þingflokks þó hann væri að tala á nótum sem gengu í berhögg við stefnu þingflokksins. Það var ekki vel liðið." Þá komu upp samstarfsörðugleikar milli Kristins og þáverandi forstjóra Byggðastofnunar. Valgerður Sverrisdótti, iðnaðarráðherra, sem bauð Kristinn velkominn í flokkinn með kossi og blómum árið 1998 þurfti fjórum árum síðar að víkja Kristni úr hásætinu, sem hún hafði sjálf leitt hann í, og út í horn. Hann og forstjórinn viku báðir sæti. Fyrir síðustu Alþingiskosningar sóttist Kristinn eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í öðru sæti. Í upphafi þingsins þótti þingflokknum kominn tími á að skipta um forystu og kaus Hjálmar Árnasonar þingflokksformann. Tillaga þess efnis var greidd með öllum atkvæðum en Kristinn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna. Rekst illa í flokki Síðan þá hafa nokkur mál komið upp þar sem Kristinn hefur ekki fylgt flokknum að málum. Hann hefur sjálfur nefnt afstöðuna til fjölmiðlafrumvarpsins, sem hann lagðist gegn, og afstöðu til stríðsins í Írak og þátttöku Íslendinga í því. Þá hefur sjálfstæðismönnum þótt óþægilegt að hafa Kristinn sem varaformann efnahags- og viðskiptanefndar þegar viðkvæm mál og umdeild eru til umfjöllunar. Viðmælendur blaðsins eru allir þeirrar skoðunar að Kristinn sé öflugur og vinnusamur þingmaður sem rekist þó illa í flokki. Á það jafnt við í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Fyrrum flokksbróðir hans í Alþýðubandalaginu sagði að hann hefði ekki alltaf verið á sömu línu og forystan. Hins vegar hafi engum dottið í hug að grípa til slíkra örþrifaráða sem þingflokkur framsóknarmanna beitti í gær. ,,Hann er ekki alltaf þægilegur í samstarfi og er sjálfum sér samkvæmur. Hann er líklega látinn gjalda þess." Félagi Kristins í þingflokki Framsóknarmanna sagði eftir fund þingflokksins í gær að framkoma Kristins að undanförnu hefði rýrt hann öllu trausti og hann tók undir að Kristinn rekist illa í flokki. ,,Kristinn mun þrífast vel í einum þingflokki og það er þingflokkur Kristins H. Gunnarssonar." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis. Kristinn kom fyrst inn á þing árið 1991 fyrir Alþýðubandalagið og hefur setið þar síðan. Þegar hópur þingmanna ákvað að leggja niður Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og stofna Samfylkinguna og síðar Vinstri-græna, tilkynnti Kristinn að kveðjustund væri upp runnin. Í skamman tíma gerðist hann þingmaður utan flokka en gekk svo í raðir Framsóknarmanna á vormánuðum 1998. Fyrrum félagi Kristins í Alþýðubandalaginu segir að Kristinn hafi vafalaust talið Framsóknarflokkinn vera mesta byggðaflokkinn á þingi og þess vegna ákveðið að ganga í raðir hans. ,,Kristinn stendur við bakið á fólkinu í kjördæminu og hefur mikið samráð við það. Þess vegna held ég að þetta muni koma niður á flokknum á Vestfjörðum. Kristinn á þar trausta félaga sem taka þessum hrókeringum þingflokksins ekki þegjandi." Gulldrengur gerður útlægur Framsóknarmaður sem blaðið ræddi við sagði að Kristinn hefði verið gulldrengurinn í flokknum þegar hann ákvað að ganga í raðir hans. ,,Ég held að enginn hafi fengið viðlíka móttökur eins og Kristinn. Hann kom úr öðrum flokki og það var tekið á móti honum með blómum og kossum. Hann var strax gerður að formanni þingflokksins og síðan var hann gerður að formanni Byggðastofnunar." En vandi fylgir vegsemd hverri og fljótlega fór að bera á vonbrigðum með samstarfið. Fyrrverandi þingmaður flokksins segir að Kristinn hafi orðið nokkuð einráður sem þingflokksformaður. ,,Hann talaði alltaf sem formaður þingflokks þó hann væri að tala á nótum sem gengu í berhögg við stefnu þingflokksins. Það var ekki vel liðið." Þá komu upp samstarfsörðugleikar milli Kristins og þáverandi forstjóra Byggðastofnunar. Valgerður Sverrisdótti, iðnaðarráðherra, sem bauð Kristinn velkominn í flokkinn með kossi og blómum árið 1998 þurfti fjórum árum síðar að víkja Kristni úr hásætinu, sem hún hafði sjálf leitt hann í, og út í horn. Hann og forstjórinn viku báðir sæti. Fyrir síðustu Alþingiskosningar sóttist Kristinn eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í öðru sæti. Í upphafi þingsins þótti þingflokknum kominn tími á að skipta um forystu og kaus Hjálmar Árnasonar þingflokksformann. Tillaga þess efnis var greidd með öllum atkvæðum en Kristinn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna. Rekst illa í flokki Síðan þá hafa nokkur mál komið upp þar sem Kristinn hefur ekki fylgt flokknum að málum. Hann hefur sjálfur nefnt afstöðuna til fjölmiðlafrumvarpsins, sem hann lagðist gegn, og afstöðu til stríðsins í Írak og þátttöku Íslendinga í því. Þá hefur sjálfstæðismönnum þótt óþægilegt að hafa Kristinn sem varaformann efnahags- og viðskiptanefndar þegar viðkvæm mál og umdeild eru til umfjöllunar. Viðmælendur blaðsins eru allir þeirrar skoðunar að Kristinn sé öflugur og vinnusamur þingmaður sem rekist þó illa í flokki. Á það jafnt við í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Fyrrum flokksbróðir hans í Alþýðubandalaginu sagði að hann hefði ekki alltaf verið á sömu línu og forystan. Hins vegar hafi engum dottið í hug að grípa til slíkra örþrifaráða sem þingflokkur framsóknarmanna beitti í gær. ,,Hann er ekki alltaf þægilegur í samstarfi og er sjálfum sér samkvæmur. Hann er líklega látinn gjalda þess." Félagi Kristins í þingflokki Framsóknarmanna sagði eftir fund þingflokksins í gær að framkoma Kristins að undanförnu hefði rýrt hann öllu trausti og hann tók undir að Kristinn rekist illa í flokki. ,,Kristinn mun þrífast vel í einum þingflokki og það er þingflokkur Kristins H. Gunnarssonar."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira