„Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. nóvember 2025 12:57 Ungmenni á málþingi um félagslegt netöryggi, miðlalæsi og stafræna borgaravitund sem fór fram í Grósku 22. október síðastliðinn. Aðsend Ungmenni vilja fá raunverulegt sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um félagslegt netöryggi og stafræna velferð þeirra. Þau segja kominn tíma á að fullorðnir grípi boltann og hvetja fullorðna einnig til að setja gott fordæmi í skjánotkun. Þetta kom fram í ákalli þeirra á málþingi um félagslegt netöryggi, miðlalæsi og stafræna borgaravitund sem fór fram í Grósku 22. október síðastliðinn. Á málþinginu sögðu ungmennin frá eigin reynslu og óskum og lögðu áherslu á að þau séu ekki vandamálið heldur hluti af lausninni. „Við erum fyrsta kynslóðin sem elst upp í heimi þar sem raunveruleg samskipti víkja fyrir skjám,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir, jafningjafræðari hjá Hinu Húsinu. „Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að við finnum allar lausnirnar sjálf,” segir Úlfhildur í tilkynningu frá Netvís þar sem niðurstaða málþingsins er tekin saman. Vilja taka þátt í umræðunni Í tilkynningu kemur fram að hópurinn hafi á fundinum lýst yfir skýrum vilja um að þau fái betur að taka þátt í umræðu og stefnumótun. Það sé sjaldan raunin en þau séu bæði tilbúin til og fullfær um að taka þátt í umræðunni á eigin forsendum en til þess þurfi þau áheyrn og stuðning fullorðna fólksins. „Mér finnst fullorðnir oft ákveða einhverjar reglur og svo eigum við að segja annaðhvort já eða nei en svo skiptir mjög litlu máli hvað við segjum því það er bara búið að taka ákvörðunina,“ segir Snædís Gróa Björgvinsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, í tilkynningunni og að henni þyki raddir ungmenna ekki fá að heyrast nægilega vel. Fulltrúar Hins hússins á málþinginu. Aðsend Styrmir Steinn Sigmundsson, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, tekur undir það. „Þótt við getum verið smá vitlaus stundum þá er gott að fá okkar skoðun,“ segir hann. Þá ítreka ungmennin einnig mikilvægi þess að fullorðnir sýni sjálfir ábyrgð og sýni gott fordæmi þegar komi að eigin skjátækjanotkun. Ekki nota tvo skjái á sama tíma „Þegar ég var ung var mamma alltaf að segja mér að nota aldrei tvo skjái á sama tíma. Svo horfði maður á hana í sófanum að horfa á eitthvað í sjónvarpinu og spila leik í símanum á meðan,“ segir Athena Freyja Eyfeld Sólveigardóttir, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, í tilkynningunni. „Það væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft...Practice what you preach,“ bætir Styrmir við. Í tilkynningu Netvís hvetja ungmennin fullorðið fólk til að horfast í raunverulegar hættur og skaðlegt efni á netinu. Fjöldi var á málþinginu. Aðsend Í tilkynningu rifjar Hilmar Elías Hermannsson, jafningjafræðari hjá Hinu Húsinu, upp þegar hann var yngri og sá fólk vera myrt á hrottalegan hátt á samfélagsmiðlum. „Til dæmis sá ég konu sem var bundin niður ásamt börnunum sínum og svo afhausuð fyrir framan þau. Einnig sá ég minn skerf af klámi, bæði frá jafningjum og eldra fólki. Ég gæti opnað símann minn núna, skrifað Charlie Kirk og fyrsta myndbandið sem ég myndi sjá er af honum vera skotinn í hálsinn.“ Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um þetta þegar þau taka ákvörðun um að afhenda börnum sínum snjallsíma. Þá kemur einnig fram að á málþinginu hafi verið rætt um fræðslu og ungmennin kallað eftir meiri fræðslu. Fræðslan takmörkuð „Mér finnst fræðslan sem ég hef fengið um samfélagsmiðla og símanotkun alltaf vera það sama, alltaf verið að segja sama hlutinn, Það er eiginlega aldrei verið að útskýra stærri myndina,“ segir Snædís í tilkynningunni. „Ekki tala við ókunnuga. Ekki trúa öllu sem þú sérð á netinu. Maður er búinn að heyra þetta síðan maður var sex ára með takkasíma,“ bætir Athena við. Ungmennin ræddu málið í pallborðsumræðum. Aðsend Þá kemur einnig fram í tilkynningu Netvís að ungmennin hafi kallað eftir meiri jafningjafræðslu. Hún byggi á samtali, trausti og jafnræði. „Við erum jafnaldrar þeirra og þess vegna treysta þau okkur. Þau koma stundum upp til okkar eftir fræðslu og segja: Ég hef aldrei sagt þetta við neinn áður. Það eitt og sér ætti að sýna ykkur hversu mikil þörf er á þessari fræðslu. Við í jafningjafræðslunni þráum ekkert heitar en að fá að láta gott af okkur leiða en eins og staðan er núna þá höfum við einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Það er sorglegt að úrræði sem ungmennin sjálf kalla eftir og sem þau treysta mest fái ekki þann stuðning sem það þarf,“ segir Úlfhildur. Tækni Símanotkun barna Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Þetta kom fram í ákalli þeirra á málþingi um félagslegt netöryggi, miðlalæsi og stafræna borgaravitund sem fór fram í Grósku 22. október síðastliðinn. Á málþinginu sögðu ungmennin frá eigin reynslu og óskum og lögðu áherslu á að þau séu ekki vandamálið heldur hluti af lausninni. „Við erum fyrsta kynslóðin sem elst upp í heimi þar sem raunveruleg samskipti víkja fyrir skjám,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir, jafningjafræðari hjá Hinu Húsinu. „Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að við finnum allar lausnirnar sjálf,” segir Úlfhildur í tilkynningu frá Netvís þar sem niðurstaða málþingsins er tekin saman. Vilja taka þátt í umræðunni Í tilkynningu kemur fram að hópurinn hafi á fundinum lýst yfir skýrum vilja um að þau fái betur að taka þátt í umræðu og stefnumótun. Það sé sjaldan raunin en þau séu bæði tilbúin til og fullfær um að taka þátt í umræðunni á eigin forsendum en til þess þurfi þau áheyrn og stuðning fullorðna fólksins. „Mér finnst fullorðnir oft ákveða einhverjar reglur og svo eigum við að segja annaðhvort já eða nei en svo skiptir mjög litlu máli hvað við segjum því það er bara búið að taka ákvörðunina,“ segir Snædís Gróa Björgvinsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, í tilkynningunni og að henni þyki raddir ungmenna ekki fá að heyrast nægilega vel. Fulltrúar Hins hússins á málþinginu. Aðsend Styrmir Steinn Sigmundsson, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, tekur undir það. „Þótt við getum verið smá vitlaus stundum þá er gott að fá okkar skoðun,“ segir hann. Þá ítreka ungmennin einnig mikilvægi þess að fullorðnir sýni sjálfir ábyrgð og sýni gott fordæmi þegar komi að eigin skjátækjanotkun. Ekki nota tvo skjái á sama tíma „Þegar ég var ung var mamma alltaf að segja mér að nota aldrei tvo skjái á sama tíma. Svo horfði maður á hana í sófanum að horfa á eitthvað í sjónvarpinu og spila leik í símanum á meðan,“ segir Athena Freyja Eyfeld Sólveigardóttir, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, í tilkynningunni. „Það væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft...Practice what you preach,“ bætir Styrmir við. Í tilkynningu Netvís hvetja ungmennin fullorðið fólk til að horfast í raunverulegar hættur og skaðlegt efni á netinu. Fjöldi var á málþinginu. Aðsend Í tilkynningu rifjar Hilmar Elías Hermannsson, jafningjafræðari hjá Hinu Húsinu, upp þegar hann var yngri og sá fólk vera myrt á hrottalegan hátt á samfélagsmiðlum. „Til dæmis sá ég konu sem var bundin niður ásamt börnunum sínum og svo afhausuð fyrir framan þau. Einnig sá ég minn skerf af klámi, bæði frá jafningjum og eldra fólki. Ég gæti opnað símann minn núna, skrifað Charlie Kirk og fyrsta myndbandið sem ég myndi sjá er af honum vera skotinn í hálsinn.“ Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um þetta þegar þau taka ákvörðun um að afhenda börnum sínum snjallsíma. Þá kemur einnig fram að á málþinginu hafi verið rætt um fræðslu og ungmennin kallað eftir meiri fræðslu. Fræðslan takmörkuð „Mér finnst fræðslan sem ég hef fengið um samfélagsmiðla og símanotkun alltaf vera það sama, alltaf verið að segja sama hlutinn, Það er eiginlega aldrei verið að útskýra stærri myndina,“ segir Snædís í tilkynningunni. „Ekki tala við ókunnuga. Ekki trúa öllu sem þú sérð á netinu. Maður er búinn að heyra þetta síðan maður var sex ára með takkasíma,“ bætir Athena við. Ungmennin ræddu málið í pallborðsumræðum. Aðsend Þá kemur einnig fram í tilkynningu Netvís að ungmennin hafi kallað eftir meiri jafningjafræðslu. Hún byggi á samtali, trausti og jafnræði. „Við erum jafnaldrar þeirra og þess vegna treysta þau okkur. Þau koma stundum upp til okkar eftir fræðslu og segja: Ég hef aldrei sagt þetta við neinn áður. Það eitt og sér ætti að sýna ykkur hversu mikil þörf er á þessari fræðslu. Við í jafningjafræðslunni þráum ekkert heitar en að fá að láta gott af okkur leiða en eins og staðan er núna þá höfum við einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Það er sorglegt að úrræði sem ungmennin sjálf kalla eftir og sem þau treysta mest fái ekki þann stuðning sem það þarf,“ segir Úlfhildur.
Tækni Símanotkun barna Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira