Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Árni Sæberg skrifar 3. nóvember 2025 13:19 Carl Baudenbacher var forseti EFTA-dómstólsins um árabil. Vísir Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. Frá þessu greinir Vélfag, sem hefur verið í fréttum undanfarna mánuði vegna viðskiptaþvingana sem félagið sætir. Viðskiptaþvinganirnar eru hluti af aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn rússneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi sagður tengjast skuggaflota Rússa Fyrri eigandi fyrirtækisins, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Ivan Nicolai Kaufmann, sem á 82 prósenta hlut í Vélfagi í gegnum félag í Hong Kong, hefur gagnrýnt bæði utanríkisráðuneytið og Arion banka. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu og níu starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þurftu samþykki ráðuneytisins Í tilkynningu Vélfags segir að ráðning Baudenbachers hafi verið formlega samþykkt af utanríkisráðuneytinu í lok október, í framhaldi af beiðni félagsins um slíka heimild þann 29. október. Hluti af viðskiptaþvingununum er að ráðuneytið hefur veitt Vélfagi takmarkaðar heimildir til ráðstöfunar fjármuna og samningsgerðar. Í fyrri tilkynningu um að félagið hefði óskað eftir heimild ráðuneytisins til ráðningar Baudenbachers segir að hann sé einn virtasti sérfræðingur Evrópu í Evrópurétti, svissneskum og alþjóðlegum viðskiptalögum. Hann hafi verið dómari við EFTA-dómstólinn frá 1995 til 2018, þar af forseti hans frá 2003 til 2017, og hafi stýrt yfir 230 málum, þar á meðal fjölmörgum fordæmamálum innan EES-samstarfsins. „Dr. Baudenbacher þekkir íslensk málefni vel; hann gegndi embætti forseta EFTA-dómstólsins þegar svonefnt ICESAVE-mál var dæmt árið 2013. Í því máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði ekki brotið gegn EES-samningnum – niðurstaða sem hefur verið talin eitt mikilvægasta fordæmi um rétt smáríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.“ Hafi leitað leiða innanlands Þá segir að helstu atriði kvörtunarinnar séu eftirfarandi: Frysting fjármuna: Þann 8. júlí 2025 hafi reikningar Vélfags verið frystir að beiðni utanríkisráðuneytisins, sem síðar hafi sett skilyrði um samþykki þess fyrir ráðstöfunum og stjórnarskipan. Takmarkanir á stjórnarsetu: Meirihlutaeiganda félagsins, svissneskum fjárfesti, hafi verið hafnað setu í stjórn án efnislegs rökstuðnings. Skortur á sönnunargögnum: Tvær sjálfstæðar áreiðanleikakannanir, framkvæmdar af þýskum stjórnvöldum, sýni engin tengsl við aðila á viðurlagalistum. Brot á EES-samningnum: Aðgerðirnar brjóti gegn 4. gr. EES-samningsins (bann við mismunun eftir þjóðerni) auk reglna um frjálsa fjármagnsflutninga, stofnsetningarrétt og atvinnufrelsi. Óafturkræft tjón: Frysting reikninga og rekstrarhindranir hafi sett félagið í alvarlega fjárhagslega áhættu og geti haft áhrif á þjónustu við íslenskan sjávarútveg, þar sem meirihluti frystitogaraflotans noti vélar frá Vélfagi. Í kvörtuninni sé þess krafist að ESA hefji hraðaða málsmeðferð samkvæmt 31. grein Eftirlits- og dómstólssamningsins, þar sem tafir gætu gert réttarbót ómögulega. „Vélfag hefur ítrekað leitað formlegra leiða innanlands án árangurs. Með þessari kvörtun til ESA leitum við réttlátrar og hraðrar úrlausnar innan EES-rammans – þannig að jafnræði, réttindi og lögmæt málsmeðferð séu tryggð,“ er haft eftir Alfreð Tulinius, stjórnarformanni Vélfags ehf. EFTA Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu EES-samningurinn Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Tengdar fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29. október 2025 13:00 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Frá þessu greinir Vélfag, sem hefur verið í fréttum undanfarna mánuði vegna viðskiptaþvingana sem félagið sætir. Viðskiptaþvinganirnar eru hluti af aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn rússneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi sagður tengjast skuggaflota Rússa Fyrri eigandi fyrirtækisins, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Ivan Nicolai Kaufmann, sem á 82 prósenta hlut í Vélfagi í gegnum félag í Hong Kong, hefur gagnrýnt bæði utanríkisráðuneytið og Arion banka. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu og níu starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þurftu samþykki ráðuneytisins Í tilkynningu Vélfags segir að ráðning Baudenbachers hafi verið formlega samþykkt af utanríkisráðuneytinu í lok október, í framhaldi af beiðni félagsins um slíka heimild þann 29. október. Hluti af viðskiptaþvingununum er að ráðuneytið hefur veitt Vélfagi takmarkaðar heimildir til ráðstöfunar fjármuna og samningsgerðar. Í fyrri tilkynningu um að félagið hefði óskað eftir heimild ráðuneytisins til ráðningar Baudenbachers segir að hann sé einn virtasti sérfræðingur Evrópu í Evrópurétti, svissneskum og alþjóðlegum viðskiptalögum. Hann hafi verið dómari við EFTA-dómstólinn frá 1995 til 2018, þar af forseti hans frá 2003 til 2017, og hafi stýrt yfir 230 málum, þar á meðal fjölmörgum fordæmamálum innan EES-samstarfsins. „Dr. Baudenbacher þekkir íslensk málefni vel; hann gegndi embætti forseta EFTA-dómstólsins þegar svonefnt ICESAVE-mál var dæmt árið 2013. Í því máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði ekki brotið gegn EES-samningnum – niðurstaða sem hefur verið talin eitt mikilvægasta fordæmi um rétt smáríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.“ Hafi leitað leiða innanlands Þá segir að helstu atriði kvörtunarinnar séu eftirfarandi: Frysting fjármuna: Þann 8. júlí 2025 hafi reikningar Vélfags verið frystir að beiðni utanríkisráðuneytisins, sem síðar hafi sett skilyrði um samþykki þess fyrir ráðstöfunum og stjórnarskipan. Takmarkanir á stjórnarsetu: Meirihlutaeiganda félagsins, svissneskum fjárfesti, hafi verið hafnað setu í stjórn án efnislegs rökstuðnings. Skortur á sönnunargögnum: Tvær sjálfstæðar áreiðanleikakannanir, framkvæmdar af þýskum stjórnvöldum, sýni engin tengsl við aðila á viðurlagalistum. Brot á EES-samningnum: Aðgerðirnar brjóti gegn 4. gr. EES-samningsins (bann við mismunun eftir þjóðerni) auk reglna um frjálsa fjármagnsflutninga, stofnsetningarrétt og atvinnufrelsi. Óafturkræft tjón: Frysting reikninga og rekstrarhindranir hafi sett félagið í alvarlega fjárhagslega áhættu og geti haft áhrif á þjónustu við íslenskan sjávarútveg, þar sem meirihluti frystitogaraflotans noti vélar frá Vélfagi. Í kvörtuninni sé þess krafist að ESA hefji hraðaða málsmeðferð samkvæmt 31. grein Eftirlits- og dómstólssamningsins, þar sem tafir gætu gert réttarbót ómögulega. „Vélfag hefur ítrekað leitað formlegra leiða innanlands án árangurs. Með þessari kvörtun til ESA leitum við réttlátrar og hraðrar úrlausnar innan EES-rammans – þannig að jafnræði, réttindi og lögmæt málsmeðferð séu tryggð,“ er haft eftir Alfreð Tulinius, stjórnarformanni Vélfags ehf.
EFTA Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu EES-samningurinn Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Tengdar fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29. október 2025 13:00 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29. október 2025 13:00
Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51
Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50
Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27