Höfuðpaurar 100 manna hóps 29. september 2004 00:01 Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira