Völdu kennslu í stað gjaldþrots 29. september 2004 00:01 Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira