Skaðleg áhrif á fötluð börn 30. september 2004 00:01 Verði lengra rof á skólagöngu fatlaðra barna getur það haft varanleg áhrif á færni þeirra, segir Tryggvi Sigurðsson, sviðstjóri á Greiningarstöð ríkisins og doktor í sálfræði; sérfræðingur í fötlun barna. "Í sumum tilfellum er líklegt að áhrifin séu óveruleg en í mörgum tilfellum tel ég að verkfallið geti haft skaðleg áhrif og það til frambúðar," segir Tryggvi. Hann segir rangt að öll börnin vinni upp missinn með tímanum og mikilvægt sé að þau komist sem fyrst í skóla. "Rof á meðferð einhverfra barna getur til dæmis haft þær afleiðingar að erfitt verði að ná upp fyrri færni barnanna, hvað þá að bæta við hana," segir Tryggvi. Hann segir ekki síður geta orðið erfitt að bæta það gríðarlega álag sem verði á fjölskyldur fatlaðra barna við hið óvænta rof í skólagöngu barnanna. "Eftir því sem álagið er meira á fjölskyldurnar verður hegðun barnanna erfiðari," segir Tryggvi. Kjaradeila kennara og sveitarfélaga bitni mest á fjölskyldum fatlaðra barna. "Staða fjölskyldnanna er vægast sagt skelfileg í verkfalli kennara. Börnin fara ekki að vinna. Ekki er hægt að setja þau í pössun til ættingja eða skilja þau ein eftir heima," segir Tryggvi. Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hyggst hittast í dag og fara yfir þrjár nýjar umsóknir, þrjár endurnýjaðar, fjórar sem frestað var á síðasta fundi og eina sem frestað var vegna ónógra upplýsinga. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Verði lengra rof á skólagöngu fatlaðra barna getur það haft varanleg áhrif á færni þeirra, segir Tryggvi Sigurðsson, sviðstjóri á Greiningarstöð ríkisins og doktor í sálfræði; sérfræðingur í fötlun barna. "Í sumum tilfellum er líklegt að áhrifin séu óveruleg en í mörgum tilfellum tel ég að verkfallið geti haft skaðleg áhrif og það til frambúðar," segir Tryggvi. Hann segir rangt að öll börnin vinni upp missinn með tímanum og mikilvægt sé að þau komist sem fyrst í skóla. "Rof á meðferð einhverfra barna getur til dæmis haft þær afleiðingar að erfitt verði að ná upp fyrri færni barnanna, hvað þá að bæta við hana," segir Tryggvi. Hann segir ekki síður geta orðið erfitt að bæta það gríðarlega álag sem verði á fjölskyldur fatlaðra barna við hið óvænta rof í skólagöngu barnanna. "Eftir því sem álagið er meira á fjölskyldurnar verður hegðun barnanna erfiðari," segir Tryggvi. Kjaradeila kennara og sveitarfélaga bitni mest á fjölskyldum fatlaðra barna. "Staða fjölskyldnanna er vægast sagt skelfileg í verkfalli kennara. Börnin fara ekki að vinna. Ekki er hægt að setja þau í pössun til ættingja eða skilja þau ein eftir heima," segir Tryggvi. Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hyggst hittast í dag og fara yfir þrjár nýjar umsóknir, þrjár endurnýjaðar, fjórar sem frestað var á síðasta fundi og eina sem frestað var vegna ónógra upplýsinga.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira