Sakna sveigjanleikans í starfinu 13. október 2005 14:44 Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira