Karpað um skatta, öryrkja og Írak 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira