Vilja lagabreytingar 6. október 2004 00:01 Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira