Tími valdboðs og foringjaræðis liðinn? 7. október 2004 00:01 Svokölluð "umræðustjórnmál” eða “samráðsstjórnmál” hafa verið talsvert til umræðu hér á landi upp á síðkastið. Segja má að tilefnið sé andhverfan “foringjaræði” eða “valdboðssstefna” sem mörgum finnst að einkennt hafi íslensk stjórnmál um nokkurt skeið. Í því sambandi hafa vinnubrögð forystumanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, verið í brennidepli. Virðist mörgum að þeir hafi á síðustu árum tekið upp þann sið að ákveða öll helstu mál ríkisstjórnarinnar sín á milli og leggja þau síðan fyrir samstarfsmenn í þingflokkunum til afgreiðslu frekar en umræðu. Höfundur þessarar greinar gerði umræðustjórnmál að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 30. júlí síðast liðinn. Þar komst ég svo að orði: “Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið”. Síðan bætti ég við: “Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum.” Þessi grein varð kveikja að pistli sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar birti í Fréttablaðinu nokkrum dögum síðar, en hún hefur látið sér annt um þetta málefni og boðaði “samráðsstjórnmál” í kosningabaráttunni til Alþingis í fyrravor. Voru undirtektir þá ekki mjög vinsamlegar og helst gert gys að hugmyndinni. Ýmsar hliðar umræðustjórnmála eru teknar til umfjöllunar í syrpu greina í nýútkomnu tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritinu. Þar veltir Ingibjörg Sólrún því til dæmis fyrir sér hvort almenningur sé búinn að fá nóg af stjórnlyndi og einhliða ákvörðunum ráðamanna. “Þegar stjórnmálamenn reyna að stytta sér leið og snuða almenning um skoðanaskipti í málum sem hann lætur sig sannanlega varða getur það ekki endað nema á einn veg – í úlfúð og átökum. Við höfum mýmörg dæmi um slíkt efn ofart en ekki rennur andóf almennings útí sandinn þegar ákvörðun hefur verið tekin og fólk stendur andspænis gerðum hlut. Þetta vita stjórnmálamenn og skáka gjarnan í því skjólinu. Afstaða fólks til frumvarps ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, eins og hún birtist í viðhorfskönnunum, blaðagreinum og orðræðunni á götum úti og vinnustöðum, gæti hins vegar verið til marks um að það sé meiri alvara á ferðinni að þessu sinni. Það hafi myndast gjá á milli ráðamanna og almennings.” Tveir heimspekikennarar við háskólann, Róbert Haraldsson og Sigríður Þorgeirsdóttir, velta umræðustjórnmálum einnig fyrir sér í tímaritinu. Róbert lætur þá skoðun í ljós að ekki sé nóg að einblína á að form umræðunnar heldur verði einnig að líta á niðurstöðuna hverju sinni. “Engin umræða getur ein og sér breytt óréttlátum lögum í réttlát hversu lýðræðisleg sem hún er”, segir hann. Og Róbert bætir: “Um öll mikilvægustu málefni okkar og álitamál gildir að mestu skiptir að finna rétta og sanngjarna lausn, og þar er frjáls og óþvinguð umræða eitt, en aðeins eitt skilyrði til þess að vel takist. Mikilvægast er að hafa skýran skilning á hugtakinu réttlæti, og traust gildi, og hvika síðan frá hvorugu í glímunni við raunverulegar aðstæður og hversdagslegan veruleika. Ef til vill er hin mikla áhersla stjórnmála- og fræðimanna á umræðuna og gildi hennar nú um stundir m.a. komin til vegna þess að við höfum vanrækt gildin og verðmætin, sjálft inntakið í hinu góða lífi.” Sigríður Þorgeirsdóttir tekur undir með þeim sem gagnrýna “valdsmannastjórnmál” sem hún kallar svo. En hún telur málflutning Ingibjargar Sólrúnar ófullnægjandi: “Þróun í átt til betra lýðræðis kallar … ekki aðeins á vandaða málsmeðferð í samráði við almenning og að leikreglur lýðræðis séu virtar eins og Ingibjörg Sólrún boðar. Það kallar líka á umræðu um framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn fyrir Ísland sem hin stjórnlyndu öfl hafa boðað snýst að drjúgum hluta um stóriðju- og virkjanastefnu. … Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún sá samþykk ríkjandi framtíðarsýn”. Og Sigríður bætir við: “Af þessum sökum nægur ekki að að innleiða lýðræðislegri stjórnunarstíl til að endurreisa íslenska stjórnmálamenningu. Einnig verður að koma af stað lýðræðislegri umræðu um það framtíðarsamfélag sem Íslendingar vilja skapa sér”. Innlegg háskólakennaranna er prýðilegt en segja má að það sé aðeins til hliðar við þá umræðu sem hófst í sumar. Vissulega skiptir miklu máli hvað er verið að tala um og hver niðurstaðan verður. En við erum ólík og með mismunandi hugmyndir og skoðanir. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki nóg að umræðan meðal almennings sé mikil og frjó ef það skilar sér ekki á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar. Á því er höfuðnauðsyn að ákvarðanir um mál sem snerta almenning finni sér farveg þar sem dreifð þekking, ólík nálgun og mismunandi áherslur komast að. Þó að ákveðinn aðili, einstaklingur eða stofnun, kveði á endanum upp úr um niðurstöðuna verður aðferðin og leiðin sem farin er til að taka ákvörðun að byggja á víðtæku og formbundnu samráðskerfi ef ekki á illa að fara. En það er ekki nóg að slíkt kerfi eða skipulag sé fyrir hendi ef það er ekki virt í framkvæmd. Má í því sambandi vitna í fleyg orð sem Chirac Frakklandsforseti lét falla í samtali við Bush Bandaríkjaforseta í sumar: “Lýðræði er menning, ekki tækni.” Það er með öðrum orðum ekki alltaf nóg að fara eftir hinum formlegu reglum; það skiptir líka miklu máli hvernig það er gert.Guðmundur Magnússon - gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Svokölluð "umræðustjórnmál” eða “samráðsstjórnmál” hafa verið talsvert til umræðu hér á landi upp á síðkastið. Segja má að tilefnið sé andhverfan “foringjaræði” eða “valdboðssstefna” sem mörgum finnst að einkennt hafi íslensk stjórnmál um nokkurt skeið. Í því sambandi hafa vinnubrögð forystumanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, verið í brennidepli. Virðist mörgum að þeir hafi á síðustu árum tekið upp þann sið að ákveða öll helstu mál ríkisstjórnarinnar sín á milli og leggja þau síðan fyrir samstarfsmenn í þingflokkunum til afgreiðslu frekar en umræðu. Höfundur þessarar greinar gerði umræðustjórnmál að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 30. júlí síðast liðinn. Þar komst ég svo að orði: “Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið”. Síðan bætti ég við: “Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum.” Þessi grein varð kveikja að pistli sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar birti í Fréttablaðinu nokkrum dögum síðar, en hún hefur látið sér annt um þetta málefni og boðaði “samráðsstjórnmál” í kosningabaráttunni til Alþingis í fyrravor. Voru undirtektir þá ekki mjög vinsamlegar og helst gert gys að hugmyndinni. Ýmsar hliðar umræðustjórnmála eru teknar til umfjöllunar í syrpu greina í nýútkomnu tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritinu. Þar veltir Ingibjörg Sólrún því til dæmis fyrir sér hvort almenningur sé búinn að fá nóg af stjórnlyndi og einhliða ákvörðunum ráðamanna. “Þegar stjórnmálamenn reyna að stytta sér leið og snuða almenning um skoðanaskipti í málum sem hann lætur sig sannanlega varða getur það ekki endað nema á einn veg – í úlfúð og átökum. Við höfum mýmörg dæmi um slíkt efn ofart en ekki rennur andóf almennings útí sandinn þegar ákvörðun hefur verið tekin og fólk stendur andspænis gerðum hlut. Þetta vita stjórnmálamenn og skáka gjarnan í því skjólinu. Afstaða fólks til frumvarps ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, eins og hún birtist í viðhorfskönnunum, blaðagreinum og orðræðunni á götum úti og vinnustöðum, gæti hins vegar verið til marks um að það sé meiri alvara á ferðinni að þessu sinni. Það hafi myndast gjá á milli ráðamanna og almennings.” Tveir heimspekikennarar við háskólann, Róbert Haraldsson og Sigríður Þorgeirsdóttir, velta umræðustjórnmálum einnig fyrir sér í tímaritinu. Róbert lætur þá skoðun í ljós að ekki sé nóg að einblína á að form umræðunnar heldur verði einnig að líta á niðurstöðuna hverju sinni. “Engin umræða getur ein og sér breytt óréttlátum lögum í réttlát hversu lýðræðisleg sem hún er”, segir hann. Og Róbert bætir: “Um öll mikilvægustu málefni okkar og álitamál gildir að mestu skiptir að finna rétta og sanngjarna lausn, og þar er frjáls og óþvinguð umræða eitt, en aðeins eitt skilyrði til þess að vel takist. Mikilvægast er að hafa skýran skilning á hugtakinu réttlæti, og traust gildi, og hvika síðan frá hvorugu í glímunni við raunverulegar aðstæður og hversdagslegan veruleika. Ef til vill er hin mikla áhersla stjórnmála- og fræðimanna á umræðuna og gildi hennar nú um stundir m.a. komin til vegna þess að við höfum vanrækt gildin og verðmætin, sjálft inntakið í hinu góða lífi.” Sigríður Þorgeirsdóttir tekur undir með þeim sem gagnrýna “valdsmannastjórnmál” sem hún kallar svo. En hún telur málflutning Ingibjargar Sólrúnar ófullnægjandi: “Þróun í átt til betra lýðræðis kallar … ekki aðeins á vandaða málsmeðferð í samráði við almenning og að leikreglur lýðræðis séu virtar eins og Ingibjörg Sólrún boðar. Það kallar líka á umræðu um framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn fyrir Ísland sem hin stjórnlyndu öfl hafa boðað snýst að drjúgum hluta um stóriðju- og virkjanastefnu. … Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún sá samþykk ríkjandi framtíðarsýn”. Og Sigríður bætir við: “Af þessum sökum nægur ekki að að innleiða lýðræðislegri stjórnunarstíl til að endurreisa íslenska stjórnmálamenningu. Einnig verður að koma af stað lýðræðislegri umræðu um það framtíðarsamfélag sem Íslendingar vilja skapa sér”. Innlegg háskólakennaranna er prýðilegt en segja má að það sé aðeins til hliðar við þá umræðu sem hófst í sumar. Vissulega skiptir miklu máli hvað er verið að tala um og hver niðurstaðan verður. En við erum ólík og með mismunandi hugmyndir og skoðanir. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki nóg að umræðan meðal almennings sé mikil og frjó ef það skilar sér ekki á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar. Á því er höfuðnauðsyn að ákvarðanir um mál sem snerta almenning finni sér farveg þar sem dreifð þekking, ólík nálgun og mismunandi áherslur komast að. Þó að ákveðinn aðili, einstaklingur eða stofnun, kveði á endanum upp úr um niðurstöðuna verður aðferðin og leiðin sem farin er til að taka ákvörðun að byggja á víðtæku og formbundnu samráðskerfi ef ekki á illa að fara. En það er ekki nóg að slíkt kerfi eða skipulag sé fyrir hendi ef það er ekki virt í framkvæmd. Má í því sambandi vitna í fleyg orð sem Chirac Frakklandsforseti lét falla í samtali við Bush Bandaríkjaforseta í sumar: “Lýðræði er menning, ekki tækni.” Það er með öðrum orðum ekki alltaf nóg að fara eftir hinum formlegu reglum; það skiptir líka miklu máli hvernig það er gert.Guðmundur Magnússon - gm@frettabladid.is
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun