Með pabba í vinnunni 7. október 2004 00:01 Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira