Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi 8. október 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira