Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi 8. október 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira