Þröngt í búi hjá kennurum 8. október 2004 00:01 Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Kennarar fengu höfðinglegt framlag í verkfallssjóð sinn í dag þegar vinnudeilusjóður SFR gaf þeim tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að framlagið sé höfðingleg má segja að það hrökkvi skammt. Tíu milljónir eru sú upphæð sem þarf til að tryggja 4300 grunnskólakennurum í verkfalli greiðslur úr verkfallssjóði í einn dag. Talið er að sjóðurinn standi undir greiðslum til félagsmanna ef verkfallið verður ekki lengra en tveir mánuðir. Óvíst er hvað þá tekur við en ekki hefur fengist vilyrði fyrir greiðslum úr verkfallssjóðum kennara á hinum Norðurlöndunum eins og gerðist í verkfalli árið 1995. Flestir geta verið sammála um að greiðslur til grunnskólakennara úr verkfallsjóði eru lágar. Að sögn Árna Heimis Jónssonar, formanns stjórnar vinnudeilusjóðs, hafa kennarar fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Svo er að heyra að þröngt sé í búi hjá mörgum kennaranum um þessar mundir. Berþóra Þorsteinsdóttir, kennari í Háteigsskóla, er búin að láta skipta næsta VISA-reikningi sínum og segist hafa fengið 0 krónur á síðasta launaseðli. Nú skuldi hún sveitarfélaginu 80 þúsund krónur. Guðmundur Jensson, kennari við Laugarnesskóla, segist þurfa að grípa í sparisjóð þeirra hjóna ef þetta heldur áfram mikið lengur. Þórdís Eyvör Valdímarsdóttir, kennari við Réttaholtsskóla, finnst skrítið að talað sé um „digra“ verkfallssjóði því hún sé ekki að fitna af peningunum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Kennarar fengu höfðinglegt framlag í verkfallssjóð sinn í dag þegar vinnudeilusjóður SFR gaf þeim tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að framlagið sé höfðingleg má segja að það hrökkvi skammt. Tíu milljónir eru sú upphæð sem þarf til að tryggja 4300 grunnskólakennurum í verkfalli greiðslur úr verkfallssjóði í einn dag. Talið er að sjóðurinn standi undir greiðslum til félagsmanna ef verkfallið verður ekki lengra en tveir mánuðir. Óvíst er hvað þá tekur við en ekki hefur fengist vilyrði fyrir greiðslum úr verkfallssjóðum kennara á hinum Norðurlöndunum eins og gerðist í verkfalli árið 1995. Flestir geta verið sammála um að greiðslur til grunnskólakennara úr verkfallsjóði eru lágar. Að sögn Árna Heimis Jónssonar, formanns stjórnar vinnudeilusjóðs, hafa kennarar fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Svo er að heyra að þröngt sé í búi hjá mörgum kennaranum um þessar mundir. Berþóra Þorsteinsdóttir, kennari í Háteigsskóla, er búin að láta skipta næsta VISA-reikningi sínum og segist hafa fengið 0 krónur á síðasta launaseðli. Nú skuldi hún sveitarfélaginu 80 þúsund krónur. Guðmundur Jensson, kennari við Laugarnesskóla, segist þurfa að grípa í sparisjóð þeirra hjóna ef þetta heldur áfram mikið lengur. Þórdís Eyvör Valdímarsdóttir, kennari við Réttaholtsskóla, finnst skrítið að talað sé um „digra“ verkfallssjóði því hún sé ekki að fitna af peningunum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira