Lifrarbólga A geisar meðal homma 11. október 2004 00:01 Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira