Lifrarbólga A geisar meðal homma 11. október 2004 00:01 Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira