Fyrirtæki borguðu ísjakann í París 12. október 2004 00:01 Menningarkynning í París - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Töluvert hefur borið á fréttum um kynninguna á íslenskum menntum og menningu í Frakklandi í íslenskum fjölmiðlum (Islande - de glace et de feu), einkum sjónvarpi, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Reyndar hvergi nærri eins mikið og í Frakklandi, eðli málsins samkvæmt. Ýmiss konar samanburður sést og fullyrðingar margar. Þess vegna er rétt að fram komi nokkrar staðreyndir í málinu. Framlag íslenska ríkisins er vissulega myndarlegt og vafalaust má telja að þar á bæ geti einhver lagt fram lokatölu sem við á. Þessu til viðbótar koma mjög rausnarleg framlög fjórtán styrktaraðila (fyrirtækja) og ígildi framlaga tveggja til viðbótar í formi ókeypis flutninga. Líklega eru þær upphæðir samtals svipaðar og framlög ríkisins og íþyngja fjárútlátin ekki almenningi í landinu. Þessu til viðbótar verður að minna á framlag Frakka en það sýnist mér vera þrefalt á við það sem við íslenskir skattgreiðendur leggjum fram. Samkvæmt áætlunum Frakka munu a.m.k. 100.000 gestir sækja viðburðina og margföld sú tala fræðast um land og þjóð í gegnum fjölmiðla meðan á kynningunni stendur. Lítið hefur verið fjallað um þá sem unnu s.k. vísindasýningu. Þar kemur við sögu verkfræði- og ráðgjafastofan Línuhönnun sem sá um alla verkefnisstjórnun, hönnun (með Árna Páli Jóhannssyni og Írisi Ríkharðsdóttur), alla tæknivinnu (með Exton/Kristjáni Magnússyni), texta- og myndgerð (undirritaður) og hljóðsetningu (með Hilmari Erni). Fyrirtækið setti einnig sýninguna upp ásamt kynningu á styrktaraðilum í hliðarsal. Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir sérútgáfu Iceland Review á frönsku í tengslum við kynninguna og á vísindasýningunni er tugþúsundum bæklinga um efni hennar, og með tenglum til frekari fræðslu, dreift ókeypis til sýningargesta. Þá mun tímarit Palais de la Découverte fjalla um Ísland. Ísjakinn frægi kostaði íslenska skattgreiðendur ekki krónu í reynd. Eftir að hugmyndin fæddist síðla vors var verktakafyrirtækið Ístak fengið til samstarfs ásamt Eimskip. Ístak tók að sér að ná í jakann með fulltingi undirritaðs og þeirra sem reka ferðamannaútgerðina við Jökulsárlón. Þeir aðilar og Ístak gáfu alla vinnu eystra og Ístak kostaði svo flutninginn til Reykjavíkur. Þegar þangað kom tók Eimskip við klakanum, setti í frystigám og flutti hann ókeypis til Rotterdam og áfram til Parísar. Parísarborg tók að sér að hífa klumpinn af flutningabíl og koma honum fyrir á stéttinni fyrir framan sýningarstaðinn þar sem vísindasýningin stendur yfir og opnunarhátíðin fór fram. Sem sagt: Það fór ekkert jafngildi einhverra framlaga íslenska ríkisins til fræðslu- eða heilbrigðismála í að útvega góðan áhugavaka handa frönskum fjölmiðlum og almenningi. Tvö íslensk fyrirtæki borguðu brúsann fyrst og fremst af því þeim þótti hugmyndin áhugaverð og framkvæmdin skemmtileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Menningarkynning í París - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Töluvert hefur borið á fréttum um kynninguna á íslenskum menntum og menningu í Frakklandi í íslenskum fjölmiðlum (Islande - de glace et de feu), einkum sjónvarpi, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Reyndar hvergi nærri eins mikið og í Frakklandi, eðli málsins samkvæmt. Ýmiss konar samanburður sést og fullyrðingar margar. Þess vegna er rétt að fram komi nokkrar staðreyndir í málinu. Framlag íslenska ríkisins er vissulega myndarlegt og vafalaust má telja að þar á bæ geti einhver lagt fram lokatölu sem við á. Þessu til viðbótar koma mjög rausnarleg framlög fjórtán styrktaraðila (fyrirtækja) og ígildi framlaga tveggja til viðbótar í formi ókeypis flutninga. Líklega eru þær upphæðir samtals svipaðar og framlög ríkisins og íþyngja fjárútlátin ekki almenningi í landinu. Þessu til viðbótar verður að minna á framlag Frakka en það sýnist mér vera þrefalt á við það sem við íslenskir skattgreiðendur leggjum fram. Samkvæmt áætlunum Frakka munu a.m.k. 100.000 gestir sækja viðburðina og margföld sú tala fræðast um land og þjóð í gegnum fjölmiðla meðan á kynningunni stendur. Lítið hefur verið fjallað um þá sem unnu s.k. vísindasýningu. Þar kemur við sögu verkfræði- og ráðgjafastofan Línuhönnun sem sá um alla verkefnisstjórnun, hönnun (með Árna Páli Jóhannssyni og Írisi Ríkharðsdóttur), alla tæknivinnu (með Exton/Kristjáni Magnússyni), texta- og myndgerð (undirritaður) og hljóðsetningu (með Hilmari Erni). Fyrirtækið setti einnig sýninguna upp ásamt kynningu á styrktaraðilum í hliðarsal. Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir sérútgáfu Iceland Review á frönsku í tengslum við kynninguna og á vísindasýningunni er tugþúsundum bæklinga um efni hennar, og með tenglum til frekari fræðslu, dreift ókeypis til sýningargesta. Þá mun tímarit Palais de la Découverte fjalla um Ísland. Ísjakinn frægi kostaði íslenska skattgreiðendur ekki krónu í reynd. Eftir að hugmyndin fæddist síðla vors var verktakafyrirtækið Ístak fengið til samstarfs ásamt Eimskip. Ístak tók að sér að ná í jakann með fulltingi undirritaðs og þeirra sem reka ferðamannaútgerðina við Jökulsárlón. Þeir aðilar og Ístak gáfu alla vinnu eystra og Ístak kostaði svo flutninginn til Reykjavíkur. Þegar þangað kom tók Eimskip við klakanum, setti í frystigám og flutti hann ókeypis til Rotterdam og áfram til Parísar. Parísarborg tók að sér að hífa klumpinn af flutningabíl og koma honum fyrir á stéttinni fyrir framan sýningarstaðinn þar sem vísindasýningin stendur yfir og opnunarhátíðin fór fram. Sem sagt: Það fór ekkert jafngildi einhverra framlaga íslenska ríkisins til fræðslu- eða heilbrigðismála í að útvega góðan áhugavaka handa frönskum fjölmiðlum og almenningi. Tvö íslensk fyrirtæki borguðu brúsann fyrst og fremst af því þeim þótti hugmyndin áhugaverð og framkvæmdin skemmtileg.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun