Teflt á tæpasta vað 13. október 2004 00:01 Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Staðan í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga er vægast sagt alvarleg. Eftir að samninganefndir funduðu hvor í sínu lagi með ríkissáttasemjara í dag var ljóst að pattstaða í kjaradeilunni er alger. Meira en vika líður á milli samningafunda því næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á næsta mánudag. Áfram verða því um 45 þúsund börn að hanga heima hjá sér og bíða eftir því að samningar náist. Útlit er hins vegar fyrir að þau verði að bíða lengi. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir þreifingar hafa átt sér stað síðastliðna viku sem hafi verið kennurum mikilvægar. Hann segir ekki mögulegt að ganga lengra að kröfum kennara í þessari lotu. Birgir vill ekki gefa upp krónutölu í því samhengi. Fyrir nokkru buðu sveitarfélögin grunnskólakennurum 18,6 prósenta launahækkun miðað við október árið 2008 en ekki var fallist á það. Birgir segir þau svo hafa gert tillögu sem feli í sér "mun meiri kostnaðarbreytingu" fyrir sveitarfélögin en það. Honum finnst kennarar ekki hafa sýnt það í kjaraviðræðunum að þeir séu reiðubúnir að slá af kröfum sínum. Þess vegna séu þeir í þeirri stöðu sem þeir eru í í dag. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, vísar því á bug. Hann segir kennara þvert á móti hafa lýst yfir miklum samningsvilja og meðal annars dregið úr kröfum. Hann segir aðeins eina lausn í málinu: meiri peninga í pakkann. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Staðan í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga er vægast sagt alvarleg. Eftir að samninganefndir funduðu hvor í sínu lagi með ríkissáttasemjara í dag var ljóst að pattstaða í kjaradeilunni er alger. Meira en vika líður á milli samningafunda því næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á næsta mánudag. Áfram verða því um 45 þúsund börn að hanga heima hjá sér og bíða eftir því að samningar náist. Útlit er hins vegar fyrir að þau verði að bíða lengi. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir þreifingar hafa átt sér stað síðastliðna viku sem hafi verið kennurum mikilvægar. Hann segir ekki mögulegt að ganga lengra að kröfum kennara í þessari lotu. Birgir vill ekki gefa upp krónutölu í því samhengi. Fyrir nokkru buðu sveitarfélögin grunnskólakennurum 18,6 prósenta launahækkun miðað við október árið 2008 en ekki var fallist á það. Birgir segir þau svo hafa gert tillögu sem feli í sér "mun meiri kostnaðarbreytingu" fyrir sveitarfélögin en það. Honum finnst kennarar ekki hafa sýnt það í kjaraviðræðunum að þeir séu reiðubúnir að slá af kröfum sínum. Þess vegna séu þeir í þeirri stöðu sem þeir eru í í dag. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, vísar því á bug. Hann segir kennara þvert á móti hafa lýst yfir miklum samningsvilja og meðal annars dregið úr kröfum. Hann segir aðeins eina lausn í málinu: meiri peninga í pakkann.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira