Hörð átök um 65 fatlaða nemendur 14. október 2004 00:01 Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira