Vissi ekki af líkinu 18. október 2004 00:01 Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent