Varnarhugmyndir gagnrýndar 18. október 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira