Öftust í forgangsröðinni 18. október 2004 00:01 Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira