Með blómabúð í rekstri 19. október 2004 00:01 Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram." Atvinna Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram."
Atvinna Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira