Deilendur á fund forsætisráðherra 22. október 2004 00:01 Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira