Ferðin ekki verkfallsbrot 24. október 2004 00:01 Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira