Boðað til fundar í kennaradeilu 25. október 2004 00:01 Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira