Hæfilega bjartsýnn 29. október 2004 00:01 Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira