Áfengismeðferðardeild lokað 1. nóvember 2004 00:01 Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira