Þrettán vélhjólamenn stöðvaðir 5. nóvember 2004 00:01 Þrettán danskir vélhjólamenn eru í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og svo getur farið að fleiri bætist í hópinn. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, komu níu mannanna með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og fjórir aðrir bættust við með vél Icelandair. Tvær vélar voru væntanlegar núna á fimmta tímanum en vegna mikils hliðarvinds var þeim beint til Akureyrar og Egilsstaða. Þegar veðrið verður gengið yfir fara þær til Keflavíkur. Jóhann segir að verulegur viðbúnaður sé á flugvellinum og hefur lögreglan þar fengið liðsauka. Útlendingarnir eru úr dönsku bifhjólasamtökunum Hogriders sem eru af svipuðum toga og Vítisenglar, eða Hells Angels, og Banditos. Hogriders eiga systursamtök á Norðurlöndunum og í Þýskalandi en tilefni Íslandsfararinnar var að vígja félaga í íslenska mótorhjólaklúbbnum Hrolli inn í samtökin. Að sögn sýslumanns er jafnvel búist við enn fleiri mótorhjólamönnum til landsins. Hann sagði að unnið væri samkvæmt áhættumati Ríkislögreglustjórans um að gestirnir sköpuðu hættu á almannafriði. Að sögn Jóhanns verður tekin upplýsingaskýrsla af mönnunum og þær upplýsingar svo sendar snarlega til Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort að mönnunum verði hleypt inn í landið eða vísað burt. Hann segir mennina hafa hagað sér vel en reynsla manna á flugvellinum sé að það komi ekki í ljós fyrr en mönnum er vísað úr landi hvernig þeir taka svona afgreiðslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þrettán danskir vélhjólamenn eru í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og svo getur farið að fleiri bætist í hópinn. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, komu níu mannanna með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og fjórir aðrir bættust við með vél Icelandair. Tvær vélar voru væntanlegar núna á fimmta tímanum en vegna mikils hliðarvinds var þeim beint til Akureyrar og Egilsstaða. Þegar veðrið verður gengið yfir fara þær til Keflavíkur. Jóhann segir að verulegur viðbúnaður sé á flugvellinum og hefur lögreglan þar fengið liðsauka. Útlendingarnir eru úr dönsku bifhjólasamtökunum Hogriders sem eru af svipuðum toga og Vítisenglar, eða Hells Angels, og Banditos. Hogriders eiga systursamtök á Norðurlöndunum og í Þýskalandi en tilefni Íslandsfararinnar var að vígja félaga í íslenska mótorhjólaklúbbnum Hrolli inn í samtökin. Að sögn sýslumanns er jafnvel búist við enn fleiri mótorhjólamönnum til landsins. Hann sagði að unnið væri samkvæmt áhættumati Ríkislögreglustjórans um að gestirnir sköpuðu hættu á almannafriði. Að sögn Jóhanns verður tekin upplýsingaskýrsla af mönnunum og þær upplýsingar svo sendar snarlega til Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort að mönnunum verði hleypt inn í landið eða vísað burt. Hann segir mennina hafa hagað sér vel en reynsla manna á flugvellinum sé að það komi ekki í ljós fyrr en mönnum er vísað úr landi hvernig þeir taka svona afgreiðslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira